Tesla Model X hlaðin með mannafli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. maí 2020 07:00 Finnskur uppfinningamaður hefur smíða hleðslustöð sem notast við mannafl. Nánar tiltekið hreyfiorku hjólaliðs sem hjólar rafmagn inn á bílinn. Verknaðnum er lýst við myndbandið á Youtube, sem „Kjánalegum en skemmtilegum og gegnheilum vísindum“. Finnski uppfinningamaðurinn Janne Käpylehto setti tilraunina saman og var hún sýnd í þættinum Ennätys Tehdas sem þýðir metaverksmiðjan á íslensku. Níu hjólreiðakappar hjóluðu í 20 mínútur. Slíkt skilaði því að hægt var að aka bifreiðinni um það bil 2 km. Það myndi taka um fjóra sólarhringa af viðstöðulausum hjólreiðum að hlaða Model X frá tómum rafhlöðum í 100%. Hjólreiðar eru því ekki skilvirkasta leiðin né sú fljótlegasta til að hlaða rafbíl en á tímum þar sem margir vilja leggja sitt af mörkum til að minnka kolefnislosun er þetta kannski sú hreinlegasta. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Finnskur uppfinningamaður hefur smíða hleðslustöð sem notast við mannafl. Nánar tiltekið hreyfiorku hjólaliðs sem hjólar rafmagn inn á bílinn. Verknaðnum er lýst við myndbandið á Youtube, sem „Kjánalegum en skemmtilegum og gegnheilum vísindum“. Finnski uppfinningamaðurinn Janne Käpylehto setti tilraunina saman og var hún sýnd í þættinum Ennätys Tehdas sem þýðir metaverksmiðjan á íslensku. Níu hjólreiðakappar hjóluðu í 20 mínútur. Slíkt skilaði því að hægt var að aka bifreiðinni um það bil 2 km. Það myndi taka um fjóra sólarhringa af viðstöðulausum hjólreiðum að hlaða Model X frá tómum rafhlöðum í 100%. Hjólreiðar eru því ekki skilvirkasta leiðin né sú fljótlegasta til að hlaða rafbíl en á tímum þar sem margir vilja leggja sitt af mörkum til að minnka kolefnislosun er þetta kannski sú hreinlegasta.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent