Gæti faraldurinn fært íslenskum liðum forskot? Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 20:00 Ólafur Kristjánsson. vísir/daníel „Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Við erum komnir með hóp þar sem er góð samkeppni,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sem í vikunni hefur fengið Pétur Viðarsson og Hörð Inga Gunnarsson í leikmannahóp sinn. „FH vill vera með lið sem er að berjast í toppbaráttu og okkur þótti vanta breidd í hópinn hjá okkur – í varnarlínuna hjá okkur. Það var því ánægjulegt að Pétur skyldi vera til í slaginn aftur og að málin skyldu hafa leysts á milli FH og ÍA varðandi Hörð,“ sagði Ólafur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Ólafur segir leikmannahópinn líta vel út eftir vetur sem hafi verið skrýtinn, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að byrja og þetta er búinn að vera furðulegur vetur, alveg frá síðasta hausti. Við tókum til hér í rekstri og öðru, og það var gríðarlegur kraftur í mönnum að koma hlutunum í gott horf. Síðan siglum við inn í þetta undirbúningstímabil og það var mikið af ungum leikmönnum sem fengu mínútur til að spreyta sig, og það breikkaði FH-hópinn. Við sjáum hverjir eru að banka á dyrnar fyrir komandi ár. Við náðum að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna, sluppum heim rétt fyrir Covid, og það var góð ferð. Hópurinn var gríðarlega flottur og æfði vel. Síðan skellur allt á og þá breytast hlutirnir, og menn eru heima að paufast en komu til baka í fínu standi. Síðan á mánudag höfum við getað æft eðlilega og það eru búnar að vera góðar æfingar í vikunni, og fram að því að öllu var sleppt lausu,“ segir Ólafur. Evrópukeppni í sumar gæti orðið mjög spennandi fyrir íslensk lið Ólafur vonast auðvitað til þess að spilað verði í Evrópukeppnum í sumar en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. FH ætti að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er óvissa um keppnina og það hvenær leikirnir munu fara fram, og það er háð því hvort og hvernig þessar vetrardeildir sem enn er ólokið klárast. Ég hef trú á því að ef að ekki verður spilað þá muni UEFA grípa á einhvern hátt inn í, eins og gefið hefur verið út. Við viljum auðvitað spila, og ég held að Evrópukeppni fyrir íslenskt félagslið í sumar geti orðið gríðarlega spennandi. Við kannski búum að því að hafa byrjað deildina á meðan að aðrir eru búnir að liggja kyrrir í ansi langan tíma, ef þetta fer af stað,“ sagði Ólafur. Vonast til að fá Emil í hópinn Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH undanfarnar vikur en enn er óvíst hvort og þá hve marga leiki lið hans Padova þarf að spila í ítölsku C-deildinni áður en leiktíðinni lýkur. „Varðandi Emil þá er hann búinn að eiga farsælan feril erlendis og átti góðan feril hér í FH, og maður sér það þegar hann æfir með okkur hversu gríðarleg gæði eru í honum. Ég get alveg sagt það að ég vona að Ítalarnir slaufi sínu móti og það verði grundvöllur til að setjast niður með Emil og spyrja hvort að hann vilji ekki taka slaginn með FH. Mig grunar það svo sem að hans stefna sé að halda áfram með landsliðinu og þá þarf hann að spila, maðurinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Óli Kristjáns ánægður með liðsauka FH
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti