Játar að hafa haft samband við Heimi og segist hafa þurft að gera breytingar á þjálfarateyminu í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júní 2020 07:00 Rúnar Páll Sigmundsson vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi haft samband við Heimi Guðjónsson eftir að hann fékk ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir tímabilið 2017. Rúnar Páll var gestur Hjörvars Hafliðasonar í spjalli í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en þeir ræddu meðal annars þjálfarateymi Rúnars. Hann segist hafa verið með sterka persónuleika í þjálfarateyminu sínu undanfarin ár og ekki minnkaði það í haust þegar tilkynnt var að margfaldi Íslandsmeistarinn Ólafur Jóhannesson væri kominn í teymið með Rúnari Páli. „Það má ekki gleyma því að ég hef verið með mjög góða aðstoðarmenn og þjálfara í mínu teymi. Brynjar Björn kemur inn, hokinn af reynslu úr atvinnumennsku og þó að hann hefur ekki þjálfarareynslu þá kemur hann sterkur inn og er sterkur karakter. Brynjar er með mér í fjögur ár,“ sagði Rúnar og hélt áfram að fara í gegnum þjálfarateymið sitt í gegnum árin. „Hverju bætum við þá? Fjalar kemur inn í stað Bödker og við fáum Davíð Snorra inn sem „analyzer“ í tvö ár. Hann kemur inn í þjálfarateymið með einstaklingsæfingar og er hrikalega fær þjálfari. Síðan fáum við inn þriðja aðstoðarþjálfarann í Jóni Þóri. Hafsjóður af fróðleik, góður taktískur, leiðtogi og góður þjálfari. Við höfum alltaf verið með gott teymi,“ en Davíð Snorri og Jón Þór fengu svo starf hjá KSÍ eftir störf sín hjá Stjörnunni. Því þurfti Rúnar að mynda nýtt teymi fyrir tímabilið í fyrra. „Við tókum þann pól í hæðina að horfa inn á við og vorum með Fjalar (Þorgeirsson), Andra (Hafsteinsson) og Veigar (Pál Gunnarsson) í teyminu í fyrra. Það gekk ágætlega en ég ákvað að gera breytingar. Mér fannst þetta ekki fúnkera nógu vel og þá ferðu að velta fyrir þér hverjir eru þarna úti.“ Tókum aðeins snúning á Baldri Sig og Óla Jó. Afhverju var verið að versla leikmenn eins og Óttar, Björn Berg Bryde, Elís Rafn..... eiga Ævar Ingi og Þorri að fá endalausa séns. Mjög gaman að spjalla við þjálfara. Þeir eru með svör við flestu.https://t.co/Cl8hWkWyCM— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 3, 2020 Guðmundur Benediktsson fullyrti í þættinum Sportinu í kvöld að Rúnar Páll hafi reynt að fá Heimi þegar samningur hans var ekki endurnýjaður hjá FH. Rúnar staðfestir þetta. „Þegar við réðum Jón Þór var Heimir Guðjónsson atvinnulaus. FH réð hann ekki aftur og hann er utan starfs. Einn færasti þjálfari á Íslandi. Ég sagði afhverju fáum við ekki Heimi til okkar og bjóðum honum starf í okkar þjálfarateymi? Það er ekkert að því. Þá fær hann bara atvinnu hérna. Við getum alltaf nýtt okkur svona góða menn. Við töluðum við hann og hann var spenntur fyrir því en fékk svo tilboð frá Færeyjum og ákvað að slá á það frekar.“ „Síðan lendi ég aftur í þessari stöðu núna þegar við breytum alveg um þjálfarateymi og fáum inn Rajko sem markmannsþjálfara sem er algjör snillingur. Við vorum búnir að ráða hann og svo er maður að hugsa hverjir eru þarna úti? Einhverjir ungir strákar sem vilja koma og sanna sig og fá reynsluna en þarf ég á því að halda? Þarf mannskapurinn á því að halda? Nei, við vorum með þannig í fyrra.“ „Þá dettur mér Óli Jó í hug. Við erum með hrikalega öflugan þjálfara sem er ekki að gera neitt. Hann ætlaði bara taka sér frí en ég hringi í hann og spjalla við hann og hvort að hann væri tilbúinn að koma inn í teymið. Hann ætlaði að hugsa þetta og fimm mínútum seinna var hann klár og við hittumst. Við fórum yfir þetta og hvernig við ætluðum að hafa þetta og hvað ég væri að hugsa. Hann gaf sér einn sólahring í þetta og var klár í slaginn.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi haft samband við Heimi Guðjónsson eftir að hann fékk ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir tímabilið 2017. Rúnar Páll var gestur Hjörvars Hafliðasonar í spjalli í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en þeir ræddu meðal annars þjálfarateymi Rúnars. Hann segist hafa verið með sterka persónuleika í þjálfarateyminu sínu undanfarin ár og ekki minnkaði það í haust þegar tilkynnt var að margfaldi Íslandsmeistarinn Ólafur Jóhannesson væri kominn í teymið með Rúnari Páli. „Það má ekki gleyma því að ég hef verið með mjög góða aðstoðarmenn og þjálfara í mínu teymi. Brynjar Björn kemur inn, hokinn af reynslu úr atvinnumennsku og þó að hann hefur ekki þjálfarareynslu þá kemur hann sterkur inn og er sterkur karakter. Brynjar er með mér í fjögur ár,“ sagði Rúnar og hélt áfram að fara í gegnum þjálfarateymið sitt í gegnum árin. „Hverju bætum við þá? Fjalar kemur inn í stað Bödker og við fáum Davíð Snorra inn sem „analyzer“ í tvö ár. Hann kemur inn í þjálfarateymið með einstaklingsæfingar og er hrikalega fær þjálfari. Síðan fáum við inn þriðja aðstoðarþjálfarann í Jóni Þóri. Hafsjóður af fróðleik, góður taktískur, leiðtogi og góður þjálfari. Við höfum alltaf verið með gott teymi,“ en Davíð Snorri og Jón Þór fengu svo starf hjá KSÍ eftir störf sín hjá Stjörnunni. Því þurfti Rúnar að mynda nýtt teymi fyrir tímabilið í fyrra. „Við tókum þann pól í hæðina að horfa inn á við og vorum með Fjalar (Þorgeirsson), Andra (Hafsteinsson) og Veigar (Pál Gunnarsson) í teyminu í fyrra. Það gekk ágætlega en ég ákvað að gera breytingar. Mér fannst þetta ekki fúnkera nógu vel og þá ferðu að velta fyrir þér hverjir eru þarna úti.“ Tókum aðeins snúning á Baldri Sig og Óla Jó. Afhverju var verið að versla leikmenn eins og Óttar, Björn Berg Bryde, Elís Rafn..... eiga Ævar Ingi og Þorri að fá endalausa séns. Mjög gaman að spjalla við þjálfara. Þeir eru með svör við flestu.https://t.co/Cl8hWkWyCM— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 3, 2020 Guðmundur Benediktsson fullyrti í þættinum Sportinu í kvöld að Rúnar Páll hafi reynt að fá Heimi þegar samningur hans var ekki endurnýjaður hjá FH. Rúnar staðfestir þetta. „Þegar við réðum Jón Þór var Heimir Guðjónsson atvinnulaus. FH réð hann ekki aftur og hann er utan starfs. Einn færasti þjálfari á Íslandi. Ég sagði afhverju fáum við ekki Heimi til okkar og bjóðum honum starf í okkar þjálfarateymi? Það er ekkert að því. Þá fær hann bara atvinnu hérna. Við getum alltaf nýtt okkur svona góða menn. Við töluðum við hann og hann var spenntur fyrir því en fékk svo tilboð frá Færeyjum og ákvað að slá á það frekar.“ „Síðan lendi ég aftur í þessari stöðu núna þegar við breytum alveg um þjálfarateymi og fáum inn Rajko sem markmannsþjálfara sem er algjör snillingur. Við vorum búnir að ráða hann og svo er maður að hugsa hverjir eru þarna úti? Einhverjir ungir strákar sem vilja koma og sanna sig og fá reynsluna en þarf ég á því að halda? Þarf mannskapurinn á því að halda? Nei, við vorum með þannig í fyrra.“ „Þá dettur mér Óli Jó í hug. Við erum með hrikalega öflugan þjálfara sem er ekki að gera neitt. Hann ætlaði bara taka sér frí en ég hringi í hann og spjalla við hann og hvort að hann væri tilbúinn að koma inn í teymið. Hann ætlaði að hugsa þetta og fimm mínútum seinna var hann klár og við hittumst. Við fórum yfir þetta og hvernig við ætluðum að hafa þetta og hvað ég væri að hugsa. Hann gaf sér einn sólahring í þetta og var klár í slaginn.“
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn