Rúnar Páll: Veigar fór í FH og fékk samning lífs síns á þessum aldri Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 21:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Veigar Páll Gunnarsson í bakgrunni. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6) Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6)
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira