Ágæt yfirlýsing en fyrst og fremst bónusleikur Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2020 19:30 Dagný Brynjarsdóttir heldur hér á syni sínum þegar að Selfyssingar fögnuðu sigrinum á Val í meistarakeppni KSÍ í dag. vísir/hag „Þetta var kannski ágæt yfirlýsing og það er frábært að geta skrifað söguna áfram með Selfossi, en þetta var að mínu mati fyrst og fremst bónusleikur,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir eftir að Selfoss fagnaði 2-1 sigri á Val í meistarakeppni KSÍ í fótbolta. Íslandsmeistarar Vals komust yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk í seinni hálfleik tryggðu bikarmeisturunum sigur. „Það var gott að fá alvöru leik áður en að Íslandsmótið hefst. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem að við spilum með fullt lið. Við vorum með leikmenn í háskóla, fengum útlendingana í samkomubanninu, og ég náði örfáum leikjum í janúar og febrúar. Við erum með 5-6 nýja byrjunarliðsmenn og í fyrsta sinn að spila allar saman, og þetta var frábær leikur til að sjá okkar styrkleika og margt sem að við getum líka bætt,“ sagði Dagný við Vísi, en Selfyssingar hafa sett sér skýrt markmið um að vinna titla í sumar. Okkar bestu leikir ekki fyrr en eftir sex leiki „Ef að við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni þurfum við að byrja af krafti strax, en við munum ekki spila okkar bestu leiki fyrr en eftir 6-7 leiki. Við höfum ekki haft undirbúningstímabilið, svo það er frábært að fá þennan sigur í dag og svo þurfum við að halda áfram að bæta okkur því það er margt sem þarf að laga.“ Selfoss náði sér mun betur á strik í seinni hálfleiknum í dag eftir að hafa átt erfitt með að skapa færi í þeim fyrri: „Minn styrkleiki er að pressa fram og vinna boltann. Við vorum svo mikið að passa okkar mark, allt of ragar, og þær náðu alltaf að finna lausan mann á miðjunni. Við ákváðum í hálfleik að fara „all in“ og klára pressuna, og þá varð þetta allt annað. Við náðum að vinna boltann framar og skapa meira. Við höfðum verið svolítið sundurslitnar en þéttum línurnar og stigum upp saman,“ sagði Dagný. Markahæst í liði þar sem að Elín Metta og Berglind komust ekki í byrjunarlið sem framherjar Tiffany McCarty skoraði laglegt mark fyrir Selfoss í sínum fyrsta alvöru leik fyrir liðið, en hún hefur ekki æft lengi með liðinu og virtist nánast örmagna síðasta korterið af leiknum. Hæfileikarnir sáust hins vegar alveg: „Hún er góður leikmaður. Ég er sú eina í liðinu sem hef spilað með henni og hún er mjög góð í að fá stungusendingar í gegnum vörnina. Við fengum örugglega tíu tækifæri til þess en sendum boltann frekar beint í fætur. Við þurfum að læra inn á þetta. Einn af hennar styrkleikum er líka að snúa með mann í bakinu og keyra á hann, sem að við náðum ekki að finna heldur. Við þurfum að læra á hana en hún er frábær leikmaður, var fyrirliði Florida State þegar ég kom þangað og spilaði með mér í tvö ár, og hefur átt frábæran atvinnumannaferil,“ sagði Dagný, og undirstrikaði hversu sterkur markaskorari væri mættur í Pepsi Max-deildina: „Hún er markahæsti leikmaður Florida State frá upphafi, sem framherji, og hvorki Elín Metta [Jensen] né Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] komust sem byrjunarliðsmenn inn sem framherji hjá Florida State. Hún er það góð. Og hún hefur líka verið í öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna.“ Kaylan frábær í rammanum Kaylan Marckese er sömuleiðis mætt ný inn í lið bikarmeistaranna og varði oft vel gegn Val í dag. „Þetta var fyrsti leikurinn minn með Kaylan, við tókum æfingu í dag til að sjá hvað hún myndi sparka langt og erum að læra inn á hana, en hún er frábær í rammanum. Hennar sendingageta er slík að hún er réttfæt en tekur víti með vinstri. Hún getur tekið boltann með vinstri og hægri og nýtist okkur mjög vel til að skipta á milli kanta, en svo er hún líka bara mjög góð í að grípa inn í, stór og sterk,“ sagði Dagný. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sjáðu langskotið sem tryggði Selfyssingum fyrsta titil sumarsins Anna María Friðgeirsdóttir tryggði Selfossi fyrsta titil sumarsins í kvennaflokki er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ sem fór fram á Origo-vellinum í dag. 6. júní 2020 18:57 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-2 | Bikarmeistararnir sýndu að þeim er fyllsta alvara Selfoss vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn í dag, í fyrsta sinn sem liðið tók þátt, þegar Selfyssingar unnu Valskonur 2-1 á Hlíðarenda eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 6. júní 2020 18:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
„Þetta var kannski ágæt yfirlýsing og það er frábært að geta skrifað söguna áfram með Selfossi, en þetta var að mínu mati fyrst og fremst bónusleikur,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir eftir að Selfoss fagnaði 2-1 sigri á Val í meistarakeppni KSÍ í fótbolta. Íslandsmeistarar Vals komust yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk í seinni hálfleik tryggðu bikarmeisturunum sigur. „Það var gott að fá alvöru leik áður en að Íslandsmótið hefst. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem að við spilum með fullt lið. Við vorum með leikmenn í háskóla, fengum útlendingana í samkomubanninu, og ég náði örfáum leikjum í janúar og febrúar. Við erum með 5-6 nýja byrjunarliðsmenn og í fyrsta sinn að spila allar saman, og þetta var frábær leikur til að sjá okkar styrkleika og margt sem að við getum líka bætt,“ sagði Dagný við Vísi, en Selfyssingar hafa sett sér skýrt markmið um að vinna titla í sumar. Okkar bestu leikir ekki fyrr en eftir sex leiki „Ef að við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni þurfum við að byrja af krafti strax, en við munum ekki spila okkar bestu leiki fyrr en eftir 6-7 leiki. Við höfum ekki haft undirbúningstímabilið, svo það er frábært að fá þennan sigur í dag og svo þurfum við að halda áfram að bæta okkur því það er margt sem þarf að laga.“ Selfoss náði sér mun betur á strik í seinni hálfleiknum í dag eftir að hafa átt erfitt með að skapa færi í þeim fyrri: „Minn styrkleiki er að pressa fram og vinna boltann. Við vorum svo mikið að passa okkar mark, allt of ragar, og þær náðu alltaf að finna lausan mann á miðjunni. Við ákváðum í hálfleik að fara „all in“ og klára pressuna, og þá varð þetta allt annað. Við náðum að vinna boltann framar og skapa meira. Við höfðum verið svolítið sundurslitnar en þéttum línurnar og stigum upp saman,“ sagði Dagný. Markahæst í liði þar sem að Elín Metta og Berglind komust ekki í byrjunarlið sem framherjar Tiffany McCarty skoraði laglegt mark fyrir Selfoss í sínum fyrsta alvöru leik fyrir liðið, en hún hefur ekki æft lengi með liðinu og virtist nánast örmagna síðasta korterið af leiknum. Hæfileikarnir sáust hins vegar alveg: „Hún er góður leikmaður. Ég er sú eina í liðinu sem hef spilað með henni og hún er mjög góð í að fá stungusendingar í gegnum vörnina. Við fengum örugglega tíu tækifæri til þess en sendum boltann frekar beint í fætur. Við þurfum að læra inn á þetta. Einn af hennar styrkleikum er líka að snúa með mann í bakinu og keyra á hann, sem að við náðum ekki að finna heldur. Við þurfum að læra á hana en hún er frábær leikmaður, var fyrirliði Florida State þegar ég kom þangað og spilaði með mér í tvö ár, og hefur átt frábæran atvinnumannaferil,“ sagði Dagný, og undirstrikaði hversu sterkur markaskorari væri mættur í Pepsi Max-deildina: „Hún er markahæsti leikmaður Florida State frá upphafi, sem framherji, og hvorki Elín Metta [Jensen] né Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] komust sem byrjunarliðsmenn inn sem framherji hjá Florida State. Hún er það góð. Og hún hefur líka verið í öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna.“ Kaylan frábær í rammanum Kaylan Marckese er sömuleiðis mætt ný inn í lið bikarmeistaranna og varði oft vel gegn Val í dag. „Þetta var fyrsti leikurinn minn með Kaylan, við tókum æfingu í dag til að sjá hvað hún myndi sparka langt og erum að læra inn á hana, en hún er frábær í rammanum. Hennar sendingageta er slík að hún er réttfæt en tekur víti með vinstri. Hún getur tekið boltann með vinstri og hægri og nýtist okkur mjög vel til að skipta á milli kanta, en svo er hún líka bara mjög góð í að grípa inn í, stór og sterk,“ sagði Dagný.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sjáðu langskotið sem tryggði Selfyssingum fyrsta titil sumarsins Anna María Friðgeirsdóttir tryggði Selfossi fyrsta titil sumarsins í kvennaflokki er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ sem fór fram á Origo-vellinum í dag. 6. júní 2020 18:57 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-2 | Bikarmeistararnir sýndu að þeim er fyllsta alvara Selfoss vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn í dag, í fyrsta sinn sem liðið tók þátt, þegar Selfyssingar unnu Valskonur 2-1 á Hlíðarenda eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 6. júní 2020 18:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Sjáðu langskotið sem tryggði Selfyssingum fyrsta titil sumarsins Anna María Friðgeirsdóttir tryggði Selfossi fyrsta titil sumarsins í kvennaflokki er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ sem fór fram á Origo-vellinum í dag. 6. júní 2020 18:57
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-2 | Bikarmeistararnir sýndu að þeim er fyllsta alvara Selfoss vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn í dag, í fyrsta sinn sem liðið tók þátt, þegar Selfyssingar unnu Valskonur 2-1 á Hlíðarenda eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 6. júní 2020 18:45