Það var margt um manninn í Sjálandinu í Garðabæ í gærkvöldi þegar útvarpsmaðurinn, rithöfundurinn, plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi.
Mikill fjöldi gesta fagnaði með Agli í Garðabænum á fallegu sumarkvöldi og deildu myndum á Instagram undir merkinu #Skyri50.
Egill fagnaði fjörutíu ára afmæli í miðju samkomubanni en það virðist ekki hafa spillt gleðinni.
Pétur Jóhann Sigfússon steig á svið ásamt afmælisbarninu og söng afmælissönginn áður en Sauðkrækingarnir Sverrir Bergmann og Auðunn Blöndal sungu lagið Án þín. Egill, sem einnig er þekktur sem DJ Muscleboy steig einnig á svið og flutti smellinn Muscle Club.
Hér að neðan má sjá nokkrar af myndunum sem birtust undir merkinu #Skyri50 í gærkvöldi.
Félagar Egils úr útvarpsþættinum FM95Blö mættu að sjálfsögðu til að fagna með fyrirliða þáttarins.
Útvarpsmaðurinn Egill Ploder, Nökkvi Fjalar og Daði Laxdal voru flottir í tauinu.
Lína Birgitta lét sig ekki vanta í Sjálandið
Ágúst Bjarnason var duglegur á myndavélinni, hér er hann ásamt afmælisbarninu, Birni Braga Arnarsyni uppistandara og Páli Gunnlaugssyni.
Camilla var á bíl í gærkvöldi
Sporthúsfélagarnir Rikki G og Kiddi sameinaðir og glæsilegir
Ágúst náði landsliðsfyrirliðanum fyrrverandi á mynd.
Sara Ósk og Guðjón létu sig ekki vanta
Andrea skemmti sér vel í gærkvöldi
Einar og Ester fögnuðu 40 ára afmæli frumburðarins ásamt stórfjölskyldunni