Alfreð Finnbogason snéri aftur á knattspyrnuvöllinn í dag, í fyrsta skipti síðan 15. febrúar, er hann kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Augsburg gegn Köln í þýsku úrvalsdeildinni.
Alfreð spilaði síðasta stundarfjórðuginn en Augsburg jafnaði metin á 88. mínútu með marki Philipp Max eftir að Anthony Modeste hafði komið Köln yfir þremur mínútum áður.
Markið var mikilvægt í botnbaráttunni því Augsburg er í 13. sætinu og einungis fjögur stig eru niður í Dusseldorf sem eru í umspilssæti. Köln er sæti ofar en Augsburg með þremur stigu meira.
A double substitution is taking place. Come on, Edu and Alfred!
— FC Augsburg (@FCA_World) June 7, 2020
Löwen
Vargas
Finnbogason
Niederlechner#FCAKOE | 0-0 (76 ) pic.twitter.com/SmrVQtptN4