Fær kýr til að prumpa og ropa minna Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júní 2020 10:00 Munu íslenskar kýr losa minna metangas í framtíðinni með því að borða sjávarþang? Vísir/Vilhelm Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar. Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar.
Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira