Fær kýr til að prumpa og ropa minna Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júní 2020 10:00 Munu íslenskar kýr losa minna metangas í framtíðinni með því að borða sjávarþang? Vísir/Vilhelm Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar. Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar.
Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira