Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:00 Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins Vísir/Vilhelm „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða hvort sem er,“ segir Guðrún Ingarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, FSR, aðspurð um það hvort kórónufaraldurinn sé að breyta vinnustöðum hins opinbera. „Frelsi og sveigjanleiki skrifstofufólks til að sinna vinnu sinni hefur verið að aukast,“ segir Guðrún og bætir við „Við sjáum til dæmis í stórum verkefnum sem við erum að vinna að fermetraþörf starfsfólks er að minnka og krafan um sveigjanleika að aukast.“ Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um hið nýja ,,norm“ vinnustaða: Í hverju felst það, hvað hefur breyst og hvað mun breytast til frambúðar í kjölfar kórónufaraldurs? Í þessari þriðju grein af þremur í greinaröð dagsins er rætt við Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra FSR en stofnunin hefur umsjón með uppbyggingu húsakosts fyrir flestar ríkisstofnanir auk þess sem ofanflóðaframkvæmdir um land allt heyra undir stofnunina. Meðal þess sem heyrir til starfssviðs FSR er skrifstofuhúsnæði ríkisstofnana. Er það ýmist í eigu ríkisins eða leiguhúsnæði. Þá greinir FSR þarfir ríkisstofnana í samstarfi við þær sjálfar og fagráðuneyti, hefur umsjón með hönnun og framkvæmdum á endurbótum húsnæðis og uppbyggingu nýs húsnæðis. Fjar-töflufundir hið nýja norm „Á okkar vinnustað kom upp smit um miðjan mars,“ segir Guðrún og í kjölfarið þurfti starfsfólk að hafa hraðar hendur því smitið olli því að allt starfsfólk fór heim að vinna. „Starfsfólk sýndi mikinn sveigjanleika og starfsemin hélt áfram nánast hnökralaust. Það hjálpaði að við höfum verið að taka upp stafræna verkferla, en kófið flýtti þessu ferli mjög mikið,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar breyttist fundarformið verulega Stafrænir fjar-töflufundir urðu normið á einni viku og margt starfsfólk hefur haft á orði að þessir fundir séu hnitmiðaðri og gagnlegri en fundir þar sem allir koma saman í eitt rými,“ segir Guðrún og bætir við „Þegar við opnuðum svo skrifstofurnar aftur var stór hluti starfsfólks sem kaus að vera að hluta áfram heima, og nýta þannig aukinn sveigjanleika sem tæknin býður upp á.“ Guðrún segir að þessi velgengni fjarvinnu hjá FSR hafi leitt til þess að nú sé verið að marka stefnu innan stofnunarinnar sem miðar við auka frelsi starfsfólks til að vinna að heiman. Færri fermetrar, minna pláss Þá segir Guðrún að fyrir tíma kórónufaraldurs hafi stafræn þróun verið byrjuð að breyta vinnustöðum hins opinbera verulega. „Ör þróun tækninnar hefur haft í för með sér nánast algera útrýmingu möppudýrsins í ríkisstofnunum. Það heyrir nú til undantekninga að starfsmenn þurfi að handleika mikið magn pappírs, svo að hillumetrar af EGLA eða LEITZ möppum sjást ekki víða núorðið,“ segir Guðrún. Að hennar sögn hefur fartölvu- og snjallsímavæðingin líka aukið svigrúm fólks og sveigjanleika og saman veldur þetta því plássið sem fólk þarf í vinnunni er minna þó starfsmenn hafi í raun val um fjölbreyttari aðstöðu en áður var. „Það er svo aukabónus hvað þetta er jákvæð þróun út frá umhverfissjónarmiðum,“ segir Guðrún. Fyrir hið opinbera þýðir þessi þróun líka að verulega sparast í fermetraplássi Þannig eru til dæmis Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri að flytja úr 15 þúsund fermetrum og leita að 9.800 fermetrum, þrátt fyrir að starfsfólki muni fyrirsjáanlega fjölga og fjölbreytni aðstöðu starfsmanna stofnananna muni aukast,“ nefnir Guðrún að lokum sem dæmi. Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
„Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða hvort sem er,“ segir Guðrún Ingarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, FSR, aðspurð um það hvort kórónufaraldurinn sé að breyta vinnustöðum hins opinbera. „Frelsi og sveigjanleiki skrifstofufólks til að sinna vinnu sinni hefur verið að aukast,“ segir Guðrún og bætir við „Við sjáum til dæmis í stórum verkefnum sem við erum að vinna að fermetraþörf starfsfólks er að minnka og krafan um sveigjanleika að aukast.“ Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um hið nýja ,,norm“ vinnustaða: Í hverju felst það, hvað hefur breyst og hvað mun breytast til frambúðar í kjölfar kórónufaraldurs? Í þessari þriðju grein af þremur í greinaröð dagsins er rætt við Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra FSR en stofnunin hefur umsjón með uppbyggingu húsakosts fyrir flestar ríkisstofnanir auk þess sem ofanflóðaframkvæmdir um land allt heyra undir stofnunina. Meðal þess sem heyrir til starfssviðs FSR er skrifstofuhúsnæði ríkisstofnana. Er það ýmist í eigu ríkisins eða leiguhúsnæði. Þá greinir FSR þarfir ríkisstofnana í samstarfi við þær sjálfar og fagráðuneyti, hefur umsjón með hönnun og framkvæmdum á endurbótum húsnæðis og uppbyggingu nýs húsnæðis. Fjar-töflufundir hið nýja norm „Á okkar vinnustað kom upp smit um miðjan mars,“ segir Guðrún og í kjölfarið þurfti starfsfólk að hafa hraðar hendur því smitið olli því að allt starfsfólk fór heim að vinna. „Starfsfólk sýndi mikinn sveigjanleika og starfsemin hélt áfram nánast hnökralaust. Það hjálpaði að við höfum verið að taka upp stafræna verkferla, en kófið flýtti þessu ferli mjög mikið,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar breyttist fundarformið verulega Stafrænir fjar-töflufundir urðu normið á einni viku og margt starfsfólk hefur haft á orði að þessir fundir séu hnitmiðaðri og gagnlegri en fundir þar sem allir koma saman í eitt rými,“ segir Guðrún og bætir við „Þegar við opnuðum svo skrifstofurnar aftur var stór hluti starfsfólks sem kaus að vera að hluta áfram heima, og nýta þannig aukinn sveigjanleika sem tæknin býður upp á.“ Guðrún segir að þessi velgengni fjarvinnu hjá FSR hafi leitt til þess að nú sé verið að marka stefnu innan stofnunarinnar sem miðar við auka frelsi starfsfólks til að vinna að heiman. Færri fermetrar, minna pláss Þá segir Guðrún að fyrir tíma kórónufaraldurs hafi stafræn þróun verið byrjuð að breyta vinnustöðum hins opinbera verulega. „Ör þróun tækninnar hefur haft í för með sér nánast algera útrýmingu möppudýrsins í ríkisstofnunum. Það heyrir nú til undantekninga að starfsmenn þurfi að handleika mikið magn pappírs, svo að hillumetrar af EGLA eða LEITZ möppum sjást ekki víða núorðið,“ segir Guðrún. Að hennar sögn hefur fartölvu- og snjallsímavæðingin líka aukið svigrúm fólks og sveigjanleika og saman veldur þetta því plássið sem fólk þarf í vinnunni er minna þó starfsmenn hafi í raun val um fjölbreyttari aðstöðu en áður var. „Það er svo aukabónus hvað þetta er jákvæð þróun út frá umhverfissjónarmiðum,“ segir Guðrún. Fyrir hið opinbera þýðir þessi þróun líka að verulega sparast í fermetraplássi Þannig eru til dæmis Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri að flytja úr 15 þúsund fermetrum og leita að 9.800 fermetrum, þrátt fyrir að starfsfólki muni fyrirsjáanlega fjölga og fjölbreytni aðstöðu starfsmanna stofnananna muni aukast,“ nefnir Guðrún að lokum sem dæmi.
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira