Stærstu flugfélög Norðurlanda skulda milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 07:50 Flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Tvö stærstu flugfélög Norðurlandanna, SAS og Norwegian, skulda viðskiptavinum um sjö milljarða danskra króna. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Ástæða hárra skulda flugfélaganna er sögð vera ferðir sem felldar voru niður vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. DR hefur eftir norskum fjölmiðlum að ferðir sem fara átti í mars verði endurgreiddar í þessum mánuði. Hins vegar verði ferðir sem fara átti í apríl og maí ekki endurgreiddar fyrr en í haust. Þá er greint frá því að SAS komi til með að þurfa að endurgreiða um 4,6 milljarða norskra króna, eða rúma 64 milljarða íslenskra króna, vegna ferða sem felldar hafa verið niður. Eins segir að Norwegian hafi fellt niður ferðir fyrir allt að 2,5 milljarða norskra króna, eða um 35 milljarða króna. Þeir fjármunir sem SAS hefur undir höndum nú eru mun minni en sú upphæð sem félagið kemur til með að þurfa að endurgreiða. John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, hefur hins vegar lýst því yfir að viðskiptavinir muni geta fengið endurgreitt, óski þeir eftir því. Hann bendir á að SAS í Svíþjóð og Danmörku hafi fengið ríkisstuðning upp á tæpan 41 milljarð íslenskra króna, og unnið sé að því að afla meira fjár. Danmörk Noregur Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tvö stærstu flugfélög Norðurlandanna, SAS og Norwegian, skulda viðskiptavinum um sjö milljarða danskra króna. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Ástæða hárra skulda flugfélaganna er sögð vera ferðir sem felldar voru niður vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. DR hefur eftir norskum fjölmiðlum að ferðir sem fara átti í mars verði endurgreiddar í þessum mánuði. Hins vegar verði ferðir sem fara átti í apríl og maí ekki endurgreiddar fyrr en í haust. Þá er greint frá því að SAS komi til með að þurfa að endurgreiða um 4,6 milljarða norskra króna, eða rúma 64 milljarða íslenskra króna, vegna ferða sem felldar hafa verið niður. Eins segir að Norwegian hafi fellt niður ferðir fyrir allt að 2,5 milljarða norskra króna, eða um 35 milljarða króna. Þeir fjármunir sem SAS hefur undir höndum nú eru mun minni en sú upphæð sem félagið kemur til með að þurfa að endurgreiða. John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, hefur hins vegar lýst því yfir að viðskiptavinir muni geta fengið endurgreitt, óski þeir eftir því. Hann bendir á að SAS í Svíþjóð og Danmörku hafi fengið ríkisstuðning upp á tæpan 41 milljarð íslenskra króna, og unnið sé að því að afla meira fjár.
Danmörk Noregur Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira