Fabregas vill að tekið sé hart á kynþáttaníð á vellinum Ísak Hallmundarson skrifar 14. júní 2020 21:00 Fabregas í leik með Monaco. getty/ Jeroen Meuwsen Cesc Fabregas, leikmaður AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. ,,Það ríkir mikil afneitun á leikvöngunum, fólk er að níðast á þér vegna húðlitar, það er heimskulegt. Þetta er búið að vera í gangi ár eftir ár, það er kominn tíma til að opna muninn og bregðast við. Ef það þarf að loka völlunum og setja fólk í bann ættum við að gera það. Ef þeir þurfa að fara í fangelsi, þá eiga þeir að fara í fangelsi, hvað sem þarf að gera þarf að gera í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Cesc Fabregas um þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað varðandi kynþáttafordóma í íþróttum undanfarið. ,,Það munu alltaf vera einhverjir fávitar sem vilja skemma partýið, en þeir ættu að gjalda fyrir það dýru gjaldi. Þetta á ekki að viðgangast lengur, hvorki í íþróttum né í heiminum öllum.“ Þá kom Fabregas einnig inn á þann möguleika að einhver í fótboltaheiminum myndi koma út úr skápnum í framtíðinni. ,,Í framtíðinni mun einhver í fótboltanum koma út sem samkynhneigður. Líklega mun flestum finnast það skrýtið til að byrja með og ég er viss um að einhverjir fáfróðir aðilar muni vera með skítkast út af því. En síðan munu fleiri og fleiri koma út þar til það þykir orðið eðlilegt og við lítum á það sem eðlilegan hlut. Þetta mun gerast einn daginn og ég vona að við stöndum saman hvað sem gerist,“ sagði hann að lokum. Franski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Cesc Fabregas, leikmaður AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. ,,Það ríkir mikil afneitun á leikvöngunum, fólk er að níðast á þér vegna húðlitar, það er heimskulegt. Þetta er búið að vera í gangi ár eftir ár, það er kominn tíma til að opna muninn og bregðast við. Ef það þarf að loka völlunum og setja fólk í bann ættum við að gera það. Ef þeir þurfa að fara í fangelsi, þá eiga þeir að fara í fangelsi, hvað sem þarf að gera þarf að gera í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Cesc Fabregas um þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað varðandi kynþáttafordóma í íþróttum undanfarið. ,,Það munu alltaf vera einhverjir fávitar sem vilja skemma partýið, en þeir ættu að gjalda fyrir það dýru gjaldi. Þetta á ekki að viðgangast lengur, hvorki í íþróttum né í heiminum öllum.“ Þá kom Fabregas einnig inn á þann möguleika að einhver í fótboltaheiminum myndi koma út úr skápnum í framtíðinni. ,,Í framtíðinni mun einhver í fótboltanum koma út sem samkynhneigður. Líklega mun flestum finnast það skrýtið til að byrja með og ég er viss um að einhverjir fáfróðir aðilar muni vera með skítkast út af því. En síðan munu fleiri og fleiri koma út þar til það þykir orðið eðlilegt og við lítum á það sem eðlilegan hlut. Þetta mun gerast einn daginn og ég vona að við stöndum saman hvað sem gerist,“ sagði hann að lokum.
Franski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira