Sýna fram á að Liverpool eigi ekki skilið að vera á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 09:30 Sergio Aguero pg félagar í Manchester City eru 25 stigum á eftir Liverpool í töflunni en ættu að vera í toppsætinu út frá markalíkum. Getty/Shaun Botterill Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira