Þórir vill innflytjendur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 13:00 Þórir Hergeirsson hefur verið þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins í tvo áratugi. VÍSIR/GETTY Landsliðsþjálfarinn Þórir Hergeirsson segir liðsskipan norska kvennalandsliðsins í handbolta ekki gefa rétta mynd af þjóðinni sem liðið tilheyri. Hann vill fleiri handboltakonur úr fjölskyldum innflytjenda í sitt sigursæla lið. Þórir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um að stýra kvennalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 og aðstoðarþjálfari þar áður í átta ár. Undir stjórn Þóris hefur Noregur tvisvar orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Eftir að hafa unnið með landsliðið í tuttugu ár vill Þórir, sem vissulega er sjálfur innflytjandi, eins og fyrr segir fjölga landsliðskonum af erlendum uppruna. „Ég er stoltur af liðinu en ég sé að við endurspeglum ekki þjóðina. Okkur vantar stelpur úr innflytjendafjölskyldum á meistaraflokksstigi. Við erum með nokkra fulltrúa í yngri landsliðunum og vonum að einhverjar þeirra geti tekið skrefið. Það er mikilvægt að einhver sé fyrst og verði öðrum fyrirmynd,“ sagði Þórir við TV2. Thorir Hergeirsson forlenger kontrakten: Landslagssjef i fire nye år: https://t.co/nwaLPuvGcc— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 10, 2020 Að sögn Þóris er mikill fjöldi barna og ungmenna úr innflytjendafjölskyldum í handbolta í Noregi. „Það myndi ekkert gleðja mig meira en að við hefðum haft úr nokkrum þeirra að velja í A-landsliðið en svo hefur ekki verið. Við erum með margar í barnahandboltanum og snemma á unglingsaldri en svo detta þær út,“ sagði Þórir. Verðum að spyrja stelpurnar sjálfar Kåre Geir Lio hjá norska handknattleikssambandinu segir að sambandið sé með skýrar áætlanir um að fá fleiri iðkendur úr innflytjendafjölskyldum í handboltann og alla leið upp í A-landsliðið. „Við vinnum að því ötullega að sjá til þess að handbolti sé fyrir alla. Það er spennandi verkefni að fá nýja landsmenn. Við höfum tekið frá sex milljónir [um 84 milljónir íslenskra króna] til að nota yfir þrjú ár og sett starfsfólk í þetta verkefni. Við verðum að átta okkur á að handbolti er ekki svo stór í mörgum af þeim löndum sem fólk kemur frá. Það getur haft sitt að segja. Við reynum að ryðja úr vegi öllum hindrunum,“ sagði Lio. Þórir segir að mikilvægt sé að handboltayfirvöld séu tilbúin að hlusta: „Við verðum að spyrja þau hvernig fólk upplifi handboltann. Það væru mistök að spyrja 56 ára gamlan mann. Við verðum að spyrja stelpurnar, fjölskyldurnar þeirra og samfélagið. Hvað þarf til að þær séu í handbolta eða íþróttum á hæsta stigi?“ Norski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Þórir Hergeirsson segir liðsskipan norska kvennalandsliðsins í handbolta ekki gefa rétta mynd af þjóðinni sem liðið tilheyri. Hann vill fleiri handboltakonur úr fjölskyldum innflytjenda í sitt sigursæla lið. Þórir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um að stýra kvennalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 og aðstoðarþjálfari þar áður í átta ár. Undir stjórn Þóris hefur Noregur tvisvar orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Eftir að hafa unnið með landsliðið í tuttugu ár vill Þórir, sem vissulega er sjálfur innflytjandi, eins og fyrr segir fjölga landsliðskonum af erlendum uppruna. „Ég er stoltur af liðinu en ég sé að við endurspeglum ekki þjóðina. Okkur vantar stelpur úr innflytjendafjölskyldum á meistaraflokksstigi. Við erum með nokkra fulltrúa í yngri landsliðunum og vonum að einhverjar þeirra geti tekið skrefið. Það er mikilvægt að einhver sé fyrst og verði öðrum fyrirmynd,“ sagði Þórir við TV2. Thorir Hergeirsson forlenger kontrakten: Landslagssjef i fire nye år: https://t.co/nwaLPuvGcc— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 10, 2020 Að sögn Þóris er mikill fjöldi barna og ungmenna úr innflytjendafjölskyldum í handbolta í Noregi. „Það myndi ekkert gleðja mig meira en að við hefðum haft úr nokkrum þeirra að velja í A-landsliðið en svo hefur ekki verið. Við erum með margar í barnahandboltanum og snemma á unglingsaldri en svo detta þær út,“ sagði Þórir. Verðum að spyrja stelpurnar sjálfar Kåre Geir Lio hjá norska handknattleikssambandinu segir að sambandið sé með skýrar áætlanir um að fá fleiri iðkendur úr innflytjendafjölskyldum í handboltann og alla leið upp í A-landsliðið. „Við vinnum að því ötullega að sjá til þess að handbolti sé fyrir alla. Það er spennandi verkefni að fá nýja landsmenn. Við höfum tekið frá sex milljónir [um 84 milljónir íslenskra króna] til að nota yfir þrjú ár og sett starfsfólk í þetta verkefni. Við verðum að átta okkur á að handbolti er ekki svo stór í mörgum af þeim löndum sem fólk kemur frá. Það getur haft sitt að segja. Við reynum að ryðja úr vegi öllum hindrunum,“ sagði Lio. Þórir segir að mikilvægt sé að handboltayfirvöld séu tilbúin að hlusta: „Við verðum að spyrja þau hvernig fólk upplifi handboltann. Það væru mistök að spyrja 56 ára gamlan mann. Við verðum að spyrja stelpurnar, fjölskyldurnar þeirra og samfélagið. Hvað þarf til að þær séu í handbolta eða íþróttum á hæsta stigi?“
Norski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita