Urriðafoss fer að ná 200 löxum Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2020 10:57 Pétur Hans Pétursson með flottann lax úr Urriðafossi Mynd: Stefán Sigurðsson Veiðin í Urriðafossi í Þjórsá gengur ljómandi vel og sumar stangirnar hafa átt auðvelt með að ná kvótanum á stuttum tíma. Það hefur gengið vel síðustu daga í Urriðafossi og það styttist í að heildarveiðin á svæðinu fari yfir 200 laxa en það er mikill stígandi í veiðinni eins og besti tíminn framundan. Svæðið hefur verið eitt aflahæsta veiðisvæði landsins síðan 2017 en veiðin þá var 755 laxar. 2018 sýndi svo þetta skemmtilega svæði hvað það átti mikið inni þegar veiðin fór í 1.320 laxa á fjórar stangir. Eftirspurn eftir dögum þar er þannig að erfitt er að komast að ef það er þá yfirleitt hægt en við viljum benda þeim sem hafa áhuga á spennandi veiði að prófa tilraunasvæðin fyrir ofan Urriðafoss. Laxinn fer jú allur þar í gegn á leið sinni upp ánna og þar eru nokkrir veiðistaðir sem halda að öllu jöfnu töluvert af laxi. Efri svæðin þykja jafnframt henta betur til fluguveiða með stórum breiðum og mjög afmarkandi tökustöðum sem maður á kannski ekki von á í slíku fljóti sem Þjórsá er. Mjög spennandi veiðisvæði. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Veiðin í Urriðafossi í Þjórsá gengur ljómandi vel og sumar stangirnar hafa átt auðvelt með að ná kvótanum á stuttum tíma. Það hefur gengið vel síðustu daga í Urriðafossi og það styttist í að heildarveiðin á svæðinu fari yfir 200 laxa en það er mikill stígandi í veiðinni eins og besti tíminn framundan. Svæðið hefur verið eitt aflahæsta veiðisvæði landsins síðan 2017 en veiðin þá var 755 laxar. 2018 sýndi svo þetta skemmtilega svæði hvað það átti mikið inni þegar veiðin fór í 1.320 laxa á fjórar stangir. Eftirspurn eftir dögum þar er þannig að erfitt er að komast að ef það er þá yfirleitt hægt en við viljum benda þeim sem hafa áhuga á spennandi veiði að prófa tilraunasvæðin fyrir ofan Urriðafoss. Laxinn fer jú allur þar í gegn á leið sinni upp ánna og þar eru nokkrir veiðistaðir sem halda að öllu jöfnu töluvert af laxi. Efri svæðin þykja jafnframt henta betur til fluguveiða með stórum breiðum og mjög afmarkandi tökustöðum sem maður á kannski ekki von á í slíku fljóti sem Þjórsá er. Mjög spennandi veiðisvæði.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði