Matthías Vilhjálmsson lagði upp sigurmark Vålerenga er liðið vann 1-0 sigur á Sarpsborg í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Matthías spilaði allan leikinn í fremstu víglínu Vålerenga en hann lagð upp sigurmarkið sem kom á 41. mínútu leiksins. Markið skoraði Aron Leonard Donnum.
Þetta er annað tímabil Íslendingsins með Vålerenga en á síðustu leiktíð endaði liðið í 10. sæti deildarinnar með 34 stig.
Det er kampdag og Fagermo har valgt ut følgende XI til seriestarten mot Sarpsborg 08:#OslosStolthet pic.twitter.com/csgWTXghfT
— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) June 16, 2020