Kristen Stewart leikur Díönu prinsessu Sylvía Hall skrifar 17. júní 2020 19:41 Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í væntanlegri kvikmynd. Vísir/Getty Leikkonan Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. Steven Knight, höfundur Peaky Blinders, mun skrifa handrit myndarinnar. Þetta kemur fram á vef BBC þar sem segir jafnframt að sögusvið myndarinnar verður fyrri hluti tíunda áratugs síðustu aldar. Myndin mun fjalla um þann tíma er Díana uppgötvar að hjónabandið sé ekki að virka og að hún vilji verða aftur konan sem hún var fyrir hjónabandið. „Við ákváðum að skapa sögu um ímynd og persónu, og hvernig kona ákveður einhvern veginn að vera ekki drottning,“ sagði leikstjórinn Pablo Larrain í samtali við Deadline. Hann sagði Stewart vera með betri leikkonum samtímans og hún hefði sýnt fram á það að hún gæti tekið að sér ýmis hlutverk. „Kristin getur verið margt, og hún getur verið dularfull og viðkvæm en líka sterk á sama tíma, sem er nákvæmlega það sem við þurfum,“ sagði Larrain. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Larrain leikstýrir mynd með pólitísku ívafi, en hann leikstýrði myndinni Jackie sem kom út árið 2016 og fjallaði um ævi Jackie Kennedy. Kóngafólk Hollywood Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikkonan Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. Steven Knight, höfundur Peaky Blinders, mun skrifa handrit myndarinnar. Þetta kemur fram á vef BBC þar sem segir jafnframt að sögusvið myndarinnar verður fyrri hluti tíunda áratugs síðustu aldar. Myndin mun fjalla um þann tíma er Díana uppgötvar að hjónabandið sé ekki að virka og að hún vilji verða aftur konan sem hún var fyrir hjónabandið. „Við ákváðum að skapa sögu um ímynd og persónu, og hvernig kona ákveður einhvern veginn að vera ekki drottning,“ sagði leikstjórinn Pablo Larrain í samtali við Deadline. Hann sagði Stewart vera með betri leikkonum samtímans og hún hefði sýnt fram á það að hún gæti tekið að sér ýmis hlutverk. „Kristin getur verið margt, og hún getur verið dularfull og viðkvæm en líka sterk á sama tíma, sem er nákvæmlega það sem við þurfum,“ sagði Larrain. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Larrain leikstýrir mynd með pólitísku ívafi, en hann leikstýrði myndinni Jackie sem kom út árið 2016 og fjallaði um ævi Jackie Kennedy.
Kóngafólk Hollywood Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein