Skúrkurinn mætti í viðtal og baðst afsökunar: Vill nú vera áfram hjá félaginu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júní 2020 12:00 Luiz fær að líta rauða spjaldið í gær. vísir/getty David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Luiz mistókst að hreinsa boltann í fyrsta markinu sem Raheem Sterling skoraði og í öðru markinu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Martraðardagur hjá Luiz sem kom inn á varamaður í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki liðinu að kenna heldur var þetta mér að kenna. Stjórinn var magnaður, leikmennirnir voru magnaðir en þetta var bara mér að kenna,“ sagði Luiz í samtali við Sky Sports í gær. Luiz hefur verið orðaður burt frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur m.a. verið orðaður við Benfca þar sem hann lék áður en hann færði sig yfir til Englands. "It's not the teams fault, it was my fault." David Luiz accepted responsibility for Arsenal's defeat at Manchester City, adding that he wants to stay at the club and Mikel Arteta 'wants me to stay'.Arsenal fans - should he stay or should he go? pic.twitter.com/Z9sPQfEq6b— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 17, 2020 „Ég hefði átt að taka aðrar ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum. Ég gerði það ekki og þetta snýst um samninginn minn,“ en hann var spurður hvaða ákvarðanir hann hefði átt að taka öðruvísi: „Aðrar ákvarðanir til þess að reyna koma framtíð minni á hreint sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun, þetta var mín sök og þannig er það.“ „Ég elska að vera hér og það er ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér og ástæðan að ég er hérna núna. Enginn bað mig um að tala en þetta var undir mér komið að sýna andlit mitt. Ég vil vera áfram. Stjórinn veit og vill að ég verði áfram og við erum að bíða eftir lokaákvörðun,“ sagði Luiz. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Luiz mistókst að hreinsa boltann í fyrsta markinu sem Raheem Sterling skoraði og í öðru markinu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Martraðardagur hjá Luiz sem kom inn á varamaður í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki liðinu að kenna heldur var þetta mér að kenna. Stjórinn var magnaður, leikmennirnir voru magnaðir en þetta var bara mér að kenna,“ sagði Luiz í samtali við Sky Sports í gær. Luiz hefur verið orðaður burt frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur m.a. verið orðaður við Benfca þar sem hann lék áður en hann færði sig yfir til Englands. "It's not the teams fault, it was my fault." David Luiz accepted responsibility for Arsenal's defeat at Manchester City, adding that he wants to stay at the club and Mikel Arteta 'wants me to stay'.Arsenal fans - should he stay or should he go? pic.twitter.com/Z9sPQfEq6b— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 17, 2020 „Ég hefði átt að taka aðrar ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum. Ég gerði það ekki og þetta snýst um samninginn minn,“ en hann var spurður hvaða ákvarðanir hann hefði átt að taka öðruvísi: „Aðrar ákvarðanir til þess að reyna koma framtíð minni á hreint sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun, þetta var mín sök og þannig er það.“ „Ég elska að vera hér og það er ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér og ástæðan að ég er hérna núna. Enginn bað mig um að tala en þetta var undir mér komið að sýna andlit mitt. Ég vil vera áfram. Stjórinn veit og vill að ég verði áfram og við erum að bíða eftir lokaákvörðun,“ sagði Luiz.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira