Danshópurinn W.A.F.F.L.E. frá New York sýnir oftast listir sínar í neðanjarðarlestakerfinu í borginni.
En á dögunum mættu þeir í prufu í America´s Got Talent og sýndu listir sínar.
Mennirnir búa allir í hverfum þar sem hættan er mikil og misstu þeir til að mynd vin sinn fyrir ekki svo löngu en sá var skotinn til bana í borginni.
Prufan þeirra var hreint út sagt mögnuð og varð hreinlega allt vitlaust í salnum.
Bretinn Simon Cowell var svo hrifinn af atriðinu að hann ýtti á gullhnappinn sem þykir mjög eftirsóttur og skilar atriðinu beint í undanúrslit og þurfa drengirnir því að koma fram í beinni útsendingu.
Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.