Stéttaskipting í frægu hvítu afmælisveislunni hjá Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 10:30 Eins og sjá má á þessari mynd af Instagram síðu Neymar þá var greinilega mikið fjör í afmælisveislunni og allir að sjálfsögðu klæddir í hvítt. Mynd/Instagram Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mikill glaumgosi og á góðri leið með að verða þekktari fyrir að skemmta sér utan vallar en að skemmta knattspyrnuáhugafólki innan vallar. Neymar er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður franska Paris Saint Germain þótt hann vilji sjálfur ólmur komast aftur til Barcelona. Neymar er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur að flestra mati ekki nýtt þá hæfileika til fulls. Leikaraskapur og veisluhöld eru tvö dæmi um það sem hefur verið að trufla hann. Kannski eru látlaus meiðsli hans síðustu ár bara óheppni þó sumir vilji halda öðru fram. Neymar had two rooms - one for married people and one for single people ??And Herrera's wife wouldn't even let him go to the toilet ??https://t.co/NDKG1DRGJw— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 19, 2020 Spánverjinn Ander Herrera er nú liðsfélagi Neymar hjá Paris Saint Germain eftir að hafa komið þangað frá Manchester United. Ander Herrera var líka einn af þeim sem var boðið í 28 ára afmælisveislu Neymar fyrr í vetur. Neymar varð 28 ára gamall 5. febrúar síðastliðinn en á sama tíma var hann óleikfær vegna rifbeinsmeiðsla. Neymar bauð í svaka veislu í tilefni afmælisins sínu og það voru nokkrar reglur. Í fyrsta lagi þá urðu allir gestir að mæta í hvítu en það var líka önnur regla sem Ander Herrera sagði frá nýlega. Þeir sem voru í sambandi máttu nefnilega ekki skemmta sér á sama stað og þeir sem voru einhleypir. Pörin voru uppi í íbúðinni en þeir einhleypu fengu bara að vera niðri. Það þarf ekki segja meira um það hvort Neymar er í sambandi eða ekki. View this post on Instagram Fui feliz, atura ou surta 28 A post shared by ene10ta Érre neymarjr (@neymarjr) on Feb 6, 2020 at 1:03pm PST Þegar Ander Herrera var spurður um hvað hafi gerst í afmælisveislunni þá svaraði hann: „Hvað gerðist ekki?“ „Sannleikurinn er sá að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það til þess að skemmta sér. Hann skipulagði veisluna til þess að hafa gaman. Ég hrósaði honum fyrir það,“ sagði Ander Herrera og umrædd stéttaskipting hafði áhrif á kvöld Spánverjans sem fékk ekki að vera með í aðalfjörinu. „Auðvitað leyfði eiginkonan mér hvorki að fara á klósettið eða fara niður til þeirra,“ sagði Ander Herrera. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mikill glaumgosi og á góðri leið með að verða þekktari fyrir að skemmta sér utan vallar en að skemmta knattspyrnuáhugafólki innan vallar. Neymar er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður franska Paris Saint Germain þótt hann vilji sjálfur ólmur komast aftur til Barcelona. Neymar er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur að flestra mati ekki nýtt þá hæfileika til fulls. Leikaraskapur og veisluhöld eru tvö dæmi um það sem hefur verið að trufla hann. Kannski eru látlaus meiðsli hans síðustu ár bara óheppni þó sumir vilji halda öðru fram. Neymar had two rooms - one for married people and one for single people ??And Herrera's wife wouldn't even let him go to the toilet ??https://t.co/NDKG1DRGJw— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 19, 2020 Spánverjinn Ander Herrera er nú liðsfélagi Neymar hjá Paris Saint Germain eftir að hafa komið þangað frá Manchester United. Ander Herrera var líka einn af þeim sem var boðið í 28 ára afmælisveislu Neymar fyrr í vetur. Neymar varð 28 ára gamall 5. febrúar síðastliðinn en á sama tíma var hann óleikfær vegna rifbeinsmeiðsla. Neymar bauð í svaka veislu í tilefni afmælisins sínu og það voru nokkrar reglur. Í fyrsta lagi þá urðu allir gestir að mæta í hvítu en það var líka önnur regla sem Ander Herrera sagði frá nýlega. Þeir sem voru í sambandi máttu nefnilega ekki skemmta sér á sama stað og þeir sem voru einhleypir. Pörin voru uppi í íbúðinni en þeir einhleypu fengu bara að vera niðri. Það þarf ekki segja meira um það hvort Neymar er í sambandi eða ekki. View this post on Instagram Fui feliz, atura ou surta 28 A post shared by ene10ta Érre neymarjr (@neymarjr) on Feb 6, 2020 at 1:03pm PST Þegar Ander Herrera var spurður um hvað hafi gerst í afmælisveislunni þá svaraði hann: „Hvað gerðist ekki?“ „Sannleikurinn er sá að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það til þess að skemmta sér. Hann skipulagði veisluna til þess að hafa gaman. Ég hrósaði honum fyrir það,“ sagði Ander Herrera og umrædd stéttaskipting hafði áhrif á kvöld Spánverjans sem fékk ekki að vera með í aðalfjörinu. „Auðvitað leyfði eiginkonan mér hvorki að fara á klósettið eða fara niður til þeirra,“ sagði Ander Herrera.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira