Dómarar í ensku úrvalsdeildinni munu minna leikmenn ensku deildarinnar á það að hrækja ekki né gefa öðrum leikmönnum „fimmu“ (e. high five) í leikjum helgarinnar.
Leikmönnum voru settar strangar reglur, hvað þeir máttu gera inni á vellinum og hvað þeir máttu ekki, en það voru ekki allir leikmenn sem fóru eftir reglunum er boltinn fór að rúlla á miðvikudaginn.
Phil Foden sást hrækja á vellinum skömmu eftir að hann kom inn á og einnig faðma félaga sína eftir að hann skoraði þriðja mark City í 3-0 sigrinum á Arsenal.
Premier League will remind players not to spit or high five during games @Tom_Morgs https://t.co/4e3ndQhVRl
— Telegraph Football (@TeleFootball) June 18, 2020
Það var ekki bara Foden sem náðist á mynd vera hrækjandi á völlin því einnig sást Raheem Sterling og nokkrir aðrir leikmenn gera slíkt hið sama.
Félag dómara segir að þeir munu minna leikmenn á þetta fyrir leiki helgarinnar en segja að það komi ekki til greina að spjalda menn fyrir slíkt athæfi.
Heil umferð fer fram um helgina og m.a. á dagskránni er stórleikur Tottenham og Manchester City í kvöld sem og grannaslagur Everton og Liverpool á sunnudag.