„Um leið og ég finn á mér vil ég ekki stakan dropa í viðbót“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2020 13:31 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var gestur hjá Skoðanabræðrum í vikunni. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ekki í sínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um lögleiðingu kannabisefna. Hann segir í viðtali í hlaðvarpi Skoðanabræðra að hann sé á móti vímuefnum. Forsetinn var spurður hvort hann hefði einhvertímann reykt kannabis. „Nei, aldrei á ævinni. En ég hef drukkið og dottið í það, en ég er löngu hættur slíku,“ segir Guðni. „Ég er á móti vímuefnum og neyti áfengis mjög í hófi. Mér finnst allt í lagi að fá mér eitt vínglas, en er þeim kostum búinn að um leið og ég finn á mér vil ég ekki stakan dropa í viðbót,“ sagði Guðni í viðtalinu. Tók vel í að smakka ananas á pitsur Í hlaðvarpinu ræddi Guðni einnig ananasmálið umtalaða, þegar hann sagði á fundi í menntaskóla að sem forseti ætti hann kannski að banna ananas á pitsur. Það komst í heimsfréttirnar. Guðni segist ekki hafa tekið málið alvarlega, heldur þótt það innilega skemmtilegt. Þáttastjórnendur hvöttu hann til þess að gefa ananasinum tækifæri og Guðni tók vel í það. „Þá verður það eins og maður segir við börnin sín. Þú verður að prófa,“ segir hann. Bræðurnir Bergþór og Snorri Másson halda úti hlaðvarpinu og fjalla þar um samfélagsmál og menningu í hverri viku. Þeir fá til sín gesti af ýmsum toga og inna þá eftir skoðunum þeirra á hinu og þessu. Í þættinum með Guðna ræddu þeir í löngu viðtali allt frá áhrifavöldum á Instagram og kannabisefnum til kulnunnar í starfi og persónulegrar rútínu forsetans. Hér að neðan er hægt að hlusta. Forseti Íslands Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ekki í sínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um lögleiðingu kannabisefna. Hann segir í viðtali í hlaðvarpi Skoðanabræðra að hann sé á móti vímuefnum. Forsetinn var spurður hvort hann hefði einhvertímann reykt kannabis. „Nei, aldrei á ævinni. En ég hef drukkið og dottið í það, en ég er löngu hættur slíku,“ segir Guðni. „Ég er á móti vímuefnum og neyti áfengis mjög í hófi. Mér finnst allt í lagi að fá mér eitt vínglas, en er þeim kostum búinn að um leið og ég finn á mér vil ég ekki stakan dropa í viðbót,“ sagði Guðni í viðtalinu. Tók vel í að smakka ananas á pitsur Í hlaðvarpinu ræddi Guðni einnig ananasmálið umtalaða, þegar hann sagði á fundi í menntaskóla að sem forseti ætti hann kannski að banna ananas á pitsur. Það komst í heimsfréttirnar. Guðni segist ekki hafa tekið málið alvarlega, heldur þótt það innilega skemmtilegt. Þáttastjórnendur hvöttu hann til þess að gefa ananasinum tækifæri og Guðni tók vel í það. „Þá verður það eins og maður segir við börnin sín. Þú verður að prófa,“ segir hann. Bræðurnir Bergþór og Snorri Másson halda úti hlaðvarpinu og fjalla þar um samfélagsmál og menningu í hverri viku. Þeir fá til sín gesti af ýmsum toga og inna þá eftir skoðunum þeirra á hinu og þessu. Í þættinum með Guðna ræddu þeir í löngu viðtali allt frá áhrifavöldum á Instagram og kannabisefnum til kulnunnar í starfi og persónulegrar rútínu forsetans. Hér að neðan er hægt að hlusta.
Forseti Íslands Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira