Ekki tekist að ráða í öll sumarstörfin fyrir námsmenn Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2020 13:57 Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félags-og barnamálaráðherra að nú þegar myndin sé að skýrast sé það mikið gleðiefni að tekist hafi að skapa það mörg störf að þau ganga ekki út. Vísir/vilhelm Eftirspurn námsmanna eftir sumarstörfum, sem sköpuð voru í sérstöku átaksverkefni stjórnvalda, hefur verið töluvert minni en vísbendingar voru um að yrði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Alls hafi sveitarfélögum landsins verið veitt heimild til að ráða í 1.700 störf í sumar, en ekki hafi tekist að ljúka ráðningu nema í tæplega 1.450 af þeim þar sem margir umsækjenda höfðu þegar fengið vinnu annars staðar. Hver sóttu um sjö störf að meðaltali Umsóknarfresti er sömuleiðis lokið hjá stofnunum ríkisins og svo lokatölurnar þar á þann veg að 1.510 námsmenn sóttu um þau 1.500 störf sem í boði voru og hafi hver námsmaður sótt um tæplega sjö störf að meðaltali. „Þrátt fyrir að ekki sé búið að úthluta þessum störfum er ljóst að ekki mun takast að fylla í þau vegna þess að margir námsmenn eru þegar komnir með vinnu. Það hefur komið sveitarfélögum og opinberum stofnunum á óvart hversu margir námsmenn voru búnir að ráða sig í vinnu þrátt fyrir að hafa sótt um störf sem búin voru til í átakinu. Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur,“ segir í tilkynningunni. Ráðherra segir það gleðiefni að störfin gangi ekki út Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félags-og barnamálaráðherra að nú þegar myndin sé að skýrast sé það mikið gleðiefni að tekist hafi að skapa það mörg störf að þau ganga ekki út. „Við fórum af stað með 3.400 ný sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu, og vorum tilbúin að bæta enn frekar í ef aðstæður kölluðu á það. Við sjáum hins vegar á þessum tölum að eftirspurn námsmanna í þessi störf er minni en gert var ráð fyrir, og því ekki þörf á að skapa fleiri tímabundin störf í sumar,” segir Ásmundur Einar. Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Eftirspurn námsmanna eftir sumarstörfum, sem sköpuð voru í sérstöku átaksverkefni stjórnvalda, hefur verið töluvert minni en vísbendingar voru um að yrði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Alls hafi sveitarfélögum landsins verið veitt heimild til að ráða í 1.700 störf í sumar, en ekki hafi tekist að ljúka ráðningu nema í tæplega 1.450 af þeim þar sem margir umsækjenda höfðu þegar fengið vinnu annars staðar. Hver sóttu um sjö störf að meðaltali Umsóknarfresti er sömuleiðis lokið hjá stofnunum ríkisins og svo lokatölurnar þar á þann veg að 1.510 námsmenn sóttu um þau 1.500 störf sem í boði voru og hafi hver námsmaður sótt um tæplega sjö störf að meðaltali. „Þrátt fyrir að ekki sé búið að úthluta þessum störfum er ljóst að ekki mun takast að fylla í þau vegna þess að margir námsmenn eru þegar komnir með vinnu. Það hefur komið sveitarfélögum og opinberum stofnunum á óvart hversu margir námsmenn voru búnir að ráða sig í vinnu þrátt fyrir að hafa sótt um störf sem búin voru til í átakinu. Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur,“ segir í tilkynningunni. Ráðherra segir það gleðiefni að störfin gangi ekki út Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félags-og barnamálaráðherra að nú þegar myndin sé að skýrast sé það mikið gleðiefni að tekist hafi að skapa það mörg störf að þau ganga ekki út. „Við fórum af stað með 3.400 ný sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu, og vorum tilbúin að bæta enn frekar í ef aðstæður kölluðu á það. Við sjáum hins vegar á þessum tölum að eftirspurn námsmanna í þessi störf er minni en gert var ráð fyrir, og því ekki þörf á að skapa fleiri tímabundin störf í sumar,” segir Ásmundur Einar.
Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira