Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 16:26 Neal Maupay fékk létt högg frá Guendouzi undir lok leiks og lá eftir. VÍSIR/GETTY Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. Maupay braut á Leno undir lok fyrri hálfleiks, þegar hann hoppaði utan í Leno sem hafði gripið boltann, og var markvörðurinn borinn af velli. Talið er að hann hafi meiðst alvarlega í hné. „Í hálfleik fór ég til Mikel Arteta [stjóra Arsenal] og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða markvörðinn. Ég hoppaði upp í boltann. Ég bið liðið og hann sjálfan afsökunar. Ég hef sjálfur gengið í gegnum erfið meiðsli, það er erfitt,“ sagði Maupay eftir leik. Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í leikslok og létu hann heyra það, það gerði Leno líka og otaði fingri að Maupay þegar hann var borinn af velli, og Matteo Guendouzi slæmdi hendi í kvið Maupay. Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum.VÍSIR/GETTY „Arsenal-menn þurfa að læra að sýna stundum auðmýkt. Þeir töluðu mikið. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay, og átti við sigurmarkið sem hann skoraði. „Ég var bara að reyna að ná boltanum. Þegar hann [Leno] lenti þá sneri hann upp á hnéð. Þetta er fótbolti og menn snertast. Ég ætlaði aldrei að meiða hann. Ég biðst aftur afsökunar og óska honum skjóts bata,“ sagði Maupay, sem var að sjálfsögðu ánægður með langþráðan sigur í þessum erfiða leik, og sigurmarkið sjálft: „Það kom frábær sending inn á mig. Ég sá að markvörðurinn nálgaðist og skaut bara með vinstri. Þetta var mark og ég er svo ánægður með sigurinn því þetta er okkar fyrsti sigur á árinu. Liðið hefur lagt mjög hart að sér síðustu mánuðina,“ sagði Maupay. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. Maupay braut á Leno undir lok fyrri hálfleiks, þegar hann hoppaði utan í Leno sem hafði gripið boltann, og var markvörðurinn borinn af velli. Talið er að hann hafi meiðst alvarlega í hné. „Í hálfleik fór ég til Mikel Arteta [stjóra Arsenal] og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða markvörðinn. Ég hoppaði upp í boltann. Ég bið liðið og hann sjálfan afsökunar. Ég hef sjálfur gengið í gegnum erfið meiðsli, það er erfitt,“ sagði Maupay eftir leik. Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í leikslok og létu hann heyra það, það gerði Leno líka og otaði fingri að Maupay þegar hann var borinn af velli, og Matteo Guendouzi slæmdi hendi í kvið Maupay. Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum.VÍSIR/GETTY „Arsenal-menn þurfa að læra að sýna stundum auðmýkt. Þeir töluðu mikið. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay, og átti við sigurmarkið sem hann skoraði. „Ég var bara að reyna að ná boltanum. Þegar hann [Leno] lenti þá sneri hann upp á hnéð. Þetta er fótbolti og menn snertast. Ég ætlaði aldrei að meiða hann. Ég biðst aftur afsökunar og óska honum skjóts bata,“ sagði Maupay, sem var að sjálfsögðu ánægður með langþráðan sigur í þessum erfiða leik, og sigurmarkið sjálft: „Það kom frábær sending inn á mig. Ég sá að markvörðurinn nálgaðist og skaut bara með vinstri. Þetta var mark og ég er svo ánægður með sigurinn því þetta er okkar fyrsti sigur á árinu. Liðið hefur lagt mjög hart að sér síðustu mánuðina,“ sagði Maupay.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02