Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 12:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir létt í bragði á Jaðarsvelli. Hún er komin í úrslit, af miklu öryggi. mynd/seth@golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. Ólafía hefur leikið af miklu öryggi á mótinu á Jaðarsvelli á Akureyri og ekki varð breyting á í morgun þegar hún sló út Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur með 5/3 sigri. Ólafía hefur unnið Íslandsmótið í holukeppni tvisvar, árin 2011 og 2013, en þarf að vinna Evu Karen í dag til að ná í þriðja titilinn. Eva Karen vann öruggan sigur á Ragnhildi Kristinsdóttur, sigurvegara mótsins frá því fyrir tveimur árum, 4/3. Axel Bóasson þekkir það að vinna Íslandsmót.mynd/seth@golf.is Hákon Örn, sem keppir fyrir GR, vann Guðmund Ágúst Kristjánsson í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á 18. holu en Hákon hafði einnar holu forskot fyrir hana og varði það. Hakon fyrir sigri https://t.co/dNgjJOp6Hh— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 GK-ingurinn Axel, sem vann mótið árið 2015, hafði betur gegn Ólafi Birni Loftssyni í undanúrslitunum, 2/1. Úrslitaleikirnir hefjast núna rétt eftir hádegi og einnig verður leikið um 3. sæti. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. Ólafía hefur leikið af miklu öryggi á mótinu á Jaðarsvelli á Akureyri og ekki varð breyting á í morgun þegar hún sló út Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur með 5/3 sigri. Ólafía hefur unnið Íslandsmótið í holukeppni tvisvar, árin 2011 og 2013, en þarf að vinna Evu Karen í dag til að ná í þriðja titilinn. Eva Karen vann öruggan sigur á Ragnhildi Kristinsdóttur, sigurvegara mótsins frá því fyrir tveimur árum, 4/3. Axel Bóasson þekkir það að vinna Íslandsmót.mynd/seth@golf.is Hákon Örn, sem keppir fyrir GR, vann Guðmund Ágúst Kristjánsson í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á 18. holu en Hákon hafði einnar holu forskot fyrir hana og varði það. Hakon fyrir sigri https://t.co/dNgjJOp6Hh— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 GK-ingurinn Axel, sem vann mótið árið 2015, hafði betur gegn Ólafi Birni Loftssyni í undanúrslitunum, 2/1. Úrslitaleikirnir hefjast núna rétt eftir hádegi og einnig verður leikið um 3. sæti.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira