Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 11:00 Arnór Ingvi Traustason skorar sigurmarkið og fagnar svo með Birki Bjarnasyni. Getty/Shaun Botterill 22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira