Fjögur lykilatriði fyrir vinnustaði eftir faraldur Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2020 10:00 Í kjölfar kórónufaraldurs er ljóst að fyrirtæki þurfa að aðlagast breyttum tímum hraðar en áður var áætlað. Vísir/Getty Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira