Verður árið 2020 áfram fullkomið fyrir Fylkisstelpurnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 14:30 Fylkisstelpurnar fagna hér sigurmarkinu á móti Selfossi á dögunum. Vísir/Daníel Þór Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar. Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð. Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020. Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki. Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir. Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR. Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar. Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð. Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020. Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki. Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir. Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR. Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti