„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 21:54 Stuðningsmenn Liverpool fagna um allan heim í kvöld en Klopp hvetur fólk til að halda sig í smáum hópum. VÍSIR/GETTY „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Liverpool hefur haft algjöra yfirburði á leiktíðinni og eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea í kvöld var titillinn í höfn, þó að enn væru sjö umferðir eftir. „Þetta er meira en ég hefði nokkurn tímann talið mögulegt. Vitandi það hvernig Kenny [Dalglish] studdi okkur, þá er þetta fyrir hann. Hann beið í 30 ár, og þetta er fyrir Stevie [Gerrard]. Strákarnir dást að ykkur öllum og það er auðvelt að gíra upp liðið vegna þeirrar miklu sögu sem félagið á,“ sagði Klopp við Sky Sports. Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.VÍSIR/GETTY „Þetta voru taugatrekkjandi 100 mínútur í leiknum hjá City. Ég vildi helst ekki spá í þessu en maður gerir það þegar maður horfir. Þetta er ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum og gríðarlega ánægjulegt fyrir mig að þjálfa þá. Ég er ekki búinn að bíða í 30 ár. Ég er búinn að vera hérna í fjögur og hálft ár, en þetta er talsvert afrek, sérstaklega eftir þetta þriggja mánaða hlé því enginn vissi hvort við gætum haldið áfram,“ sagði Klopp. Crowds on Seel Street in Liverpool city centre already have their celebrations in full swing pic.twitter.com/PwMl73vMYp— Jenny Kirkham (@PJ_Kirkham) June 25, 2020 „Leikurinn í gær [sigur á Crystal Palace] fullvissaði mig um að við værum í góðum málum og kvöldið í kvöld er fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þið haldið ykkur heima og það er mjög gaman að geta fært ykkur þetta. Faraldurinn er ekki búinn og við horfðum á leikinn saman á hóteli og munum njóta augnabliksins,“ sagði Klopp. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir fólk á svona stundu en við gátum ekki haldið aftur af okkur. Við munum fagna þessu með stuðningsmönnum um leið og við getum,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Liverpool hefur haft algjöra yfirburði á leiktíðinni og eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea í kvöld var titillinn í höfn, þó að enn væru sjö umferðir eftir. „Þetta er meira en ég hefði nokkurn tímann talið mögulegt. Vitandi það hvernig Kenny [Dalglish] studdi okkur, þá er þetta fyrir hann. Hann beið í 30 ár, og þetta er fyrir Stevie [Gerrard]. Strákarnir dást að ykkur öllum og það er auðvelt að gíra upp liðið vegna þeirrar miklu sögu sem félagið á,“ sagði Klopp við Sky Sports. Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.VÍSIR/GETTY „Þetta voru taugatrekkjandi 100 mínútur í leiknum hjá City. Ég vildi helst ekki spá í þessu en maður gerir það þegar maður horfir. Þetta er ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum og gríðarlega ánægjulegt fyrir mig að þjálfa þá. Ég er ekki búinn að bíða í 30 ár. Ég er búinn að vera hérna í fjögur og hálft ár, en þetta er talsvert afrek, sérstaklega eftir þetta þriggja mánaða hlé því enginn vissi hvort við gætum haldið áfram,“ sagði Klopp. Crowds on Seel Street in Liverpool city centre already have their celebrations in full swing pic.twitter.com/PwMl73vMYp— Jenny Kirkham (@PJ_Kirkham) June 25, 2020 „Leikurinn í gær [sigur á Crystal Palace] fullvissaði mig um að við værum í góðum málum og kvöldið í kvöld er fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þið haldið ykkur heima og það er mjög gaman að geta fært ykkur þetta. Faraldurinn er ekki búinn og við horfðum á leikinn saman á hóteli og munum njóta augnabliksins,“ sagði Klopp. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir fólk á svona stundu en við gátum ekki haldið aftur af okkur. Við munum fagna þessu með stuðningsmönnum um leið og við getum,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira