Verslanir í Liverpool með tilboð fyrir Jürgena Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 15:01 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool. VÍSIR/GETTY Nítjánda Englandsmeistaratitli Liverpool var ákaft fagnað í Liverpool-borg í gærkvöld og verður sjálfsagt áfram fagnað næstu daga. Jürgen Klopp og lærisveinar hans munu því miður ekki geta fagnað titlinum með stuðningsmönnum enn um sinn, en borgaryfirvöld í Liverpool hafa staðfest að veisluhöld verði um leið og það verði hægt. Kórónuveirufaraldurinn veldur því að ekki er ætlast til þess að fólk hópist saman, og hugsanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári sem að Liverpool-menn geta ekið í opinni rútu um götur borgarinnar og fagnað með stuðningsmönnum sínum. Fá inneignarnótu fyrir nafnið Borgarbúar gera hins vegar ýmislegt til að halda upp á titilinn og eigendur þriggja matvöruverslana, Jack‘s supermarket, bjóða nú upp á óvenjulegt tilboð. Allir þeir sem bera nafnið Jürgen, eða Jurgen, geta komið í verslanirnar og fengið 100 punda inneignarnótu, bara fyrir það að bera nafn knattspyrnustjórans sem færði borginni langráðan Englandsmeistaratitil. Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hve margir Jürgenar búa í Liverpool, þar sem verslanirnar þrjár eru allar staðsettar. Stöðugur uppgangur hjá Þjóðverjanum Klopp tók við af Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool 8. október 2015 og skrifaði undir samning til þriggja ára. Liverpool var þá í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og hafði lent í 6. sæti tímabilið á undan, en uppgangurinn undir stjórn Þjóðverjans hefur verið nánast stöðugur. Hann fór með liðið í tvo úrslitaleiki á fyrsta tímabilinu, í deildabikarnum og Evrópudeildinni, en varð að sætta sig við tap í bæði skiptin. Eftir tímabilið skrifaði hann undir framlengingu á samningi til ársins 2022. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar 2017 og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið lék svo til úrslita ári síðar en tapaði fyrir Real Madrid. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en lenti svo í 2. sæti deildarinnar í fyrra, eftir ævintýralega harða keppni við Manchester City. Liðið varð þá Evrópumeistari og vann sinn fyrsta stóra titil frá árinu 2012. Nú er liðið Englandsmeistari, í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Tengdar fréttir Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00 Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30 Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31 Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00 „Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54 Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Nítjánda Englandsmeistaratitli Liverpool var ákaft fagnað í Liverpool-borg í gærkvöld og verður sjálfsagt áfram fagnað næstu daga. Jürgen Klopp og lærisveinar hans munu því miður ekki geta fagnað titlinum með stuðningsmönnum enn um sinn, en borgaryfirvöld í Liverpool hafa staðfest að veisluhöld verði um leið og það verði hægt. Kórónuveirufaraldurinn veldur því að ekki er ætlast til þess að fólk hópist saman, og hugsanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári sem að Liverpool-menn geta ekið í opinni rútu um götur borgarinnar og fagnað með stuðningsmönnum sínum. Fá inneignarnótu fyrir nafnið Borgarbúar gera hins vegar ýmislegt til að halda upp á titilinn og eigendur þriggja matvöruverslana, Jack‘s supermarket, bjóða nú upp á óvenjulegt tilboð. Allir þeir sem bera nafnið Jürgen, eða Jurgen, geta komið í verslanirnar og fengið 100 punda inneignarnótu, bara fyrir það að bera nafn knattspyrnustjórans sem færði borginni langráðan Englandsmeistaratitil. Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hve margir Jürgenar búa í Liverpool, þar sem verslanirnar þrjár eru allar staðsettar. Stöðugur uppgangur hjá Þjóðverjanum Klopp tók við af Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool 8. október 2015 og skrifaði undir samning til þriggja ára. Liverpool var þá í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og hafði lent í 6. sæti tímabilið á undan, en uppgangurinn undir stjórn Þjóðverjans hefur verið nánast stöðugur. Hann fór með liðið í tvo úrslitaleiki á fyrsta tímabilinu, í deildabikarnum og Evrópudeildinni, en varð að sætta sig við tap í bæði skiptin. Eftir tímabilið skrifaði hann undir framlengingu á samningi til ársins 2022. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar 2017 og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið lék svo til úrslita ári síðar en tapaði fyrir Real Madrid. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en lenti svo í 2. sæti deildarinnar í fyrra, eftir ævintýralega harða keppni við Manchester City. Liðið varð þá Evrópumeistari og vann sinn fyrsta stóra titil frá árinu 2012. Nú er liðið Englandsmeistari, í fyrsta sinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Tengdar fréttir Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00 Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30 Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31 Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00 „Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54 Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00
Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30
Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31
Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00
„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01