Ef stuðningsmenn Liverpool halda áfram að hunsa tilmæli yfirvalda með því að fagna og safnast saman fyrir utan leikvang félagsins gæti farið svo að síðustu heimaleikir liðsins verði ekki spilaðir á Anfield.
Félagið ásamt lögreglunni í Liverpool og borgarstjóranum Joe Anderson bað stuðningsmenn félagsins að safnast ekki saman fyrir utan leikvang félagsins né í miðbænum eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár.
Stuðningsmennirnir hlustuðu ekki á þau tilmæli og fögnuðu vel og innilega fyrir utan Anfield er Chelsea lagði Man. City fyrr í vikunni og titillinn var í höfn.
The Sun greinir nú frá því að síðustu þrír heimaleikir liðsins; gegn Aston Villa, Burnley og Chelsea gætu því verið færðir frá Anfield til þess að forðast enn meiri hópamyndanir vegna kórónuveirunnar.
Liverpool 'could be BANNED from playing remaining home games at Anfield' if fans don't stop partying in the streets https://t.co/AVDeFg02Tt
— MailOnline Sport (@MailSport) June 28, 2020