Íslensku landsliðsmennirnir Arnór Ingvi Traustason og Kolbeinn Sigþórsson voru í byrjunarliðum sinna liða í stórleiknum í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar AIK fékk Malmö í heimsókn.
Báðum var þeim skipt af velli eftir klukkutíma leik en þá var staðan 2-0 fyrir Kolbeini og félögum í AIK.
Gestirnir frá Malmö reyndust öflugri á síðasta hálftíma leiksins og tókst að jafna leikinn í 2-2 en jöfnunarmarkið skoraði Isac Thelin með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma. Thelin hafði klikkað af vítapunktinum í stöðunni 2-0 á 69.mínútu.
Þriðja jafntefli Malmö í fyrstu fjórum leikjunum og hafa þeir sex stig á meðan AIK er með sjö stig.