Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 12:01 Halldóra Mogensen er flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna. Málið er í takti við stefnu Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og stjórnarsáttmálann. Engu að síður telja margir að stjórnarliðar muni ekki greiða því atkvæði sitt. visir/vilhelm Augu margra verða á þingmönnum meirihlutans í dag, hvernig þeir haga atkvæðum sínum en þá verður kosið um frumvarp sem þingmenn flokka í minnihlutanum leggja fram um afglæpavæðingu vímuefna. Framsögumaður er Halldóra Mogensen en meðflutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Þorsteinn Víglundsson, Jón Steindór Valdimarsson og Guðmundur Ingi Kristinsson. Orðrómur um að meirihlutinn gangi úr skaftinu Fyrir utan hið efnislega er þetta athyglisvert í flokkspólitísku samhengi, hvort flokkslínur á annarlegum forsendum ráði. Bæði Sjálfstæðisflokkur og VG hafa haft þetta mál á stefnuskrá sinni og þá er um þetta kveðið sérstaklega í stefnuskrá ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur: „Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis,“ segir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt heimildum Vísis er þó uppi orðrómur um að stjórnarþingmenn hafi fengið tilskipun frá flokksráðum að greiða atkvæði gegn frumvarpinu; sú sé flokkslínan. Þó frumvarpið sé í dúr og moll við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar. Unnar Þór heitir maður sem hefur látið málið til sín taka á Twitter. Hann telur frumvarpið mikla bót, geti hreinlega reynst lífsbjörg fyrir marga þá sem eiga við fíkinefnavanda að etja og biðlar til þingmanna að veita því brautargengi. En hann er ekki bjartsýnn eftir að hafa sett sig í samband við þingheim og greinir frá því að svörin sem hann fái séu torkennileg. 4/ Þegar ég byrjaði símtölin í dag var ég vongóður og trúði því innilega að þingmenn meirihlutans myndu leggja pólitíkina til hliðar og gera það sem rétt er. En þegar leið á fór ég að taka eftir mynstri, svörin voru öll á sömu leið;— Unnar þór (@Unnarth) June 28, 2020 Vísir ræddi við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata. Hann segir það rétt, að frekar sé gert ráð fyrir því en hitt, meðal þingmanna sem styðja málið að meirihlutinn muni leggjast gegn því. Þrátt fyrir að það sé í samræmi við stefnu flokkanna og stjórnarsáttmála. Að leggjast gegn frumvarpinu svik við kjósendur „Þingmenn þessara flokka virðist ekki vilja fylgja stefnu flokksins og samþykkt stjórnarsáttmálann, þó Píratar hafa fengið málið í atkvæðagreiðslu og gefið þeim dauðafæri.“ Jón Þór segist þannig ekki bjartsýnn á að málið nái fram að ganga. Ekki nema þeim megi ljóst verða að það kosti að svíkja kjósendur í þessu máli. „Málið verður samþykkt ef VG og XD sitja hjá. Það verður fellt ef þeir kjósa á móti,“ segir Jón Þór. Spurður hvað þeir sem greiði atkvæði gegn því geti borið fyrir sig með þá afstöðu telur Jón Þór að það verði hugsanlega einhver moðreykur um að nú sé ekki rétti tíminn eða að þetta sé ekki rétta málið. Rætt var við Jón Þór um þetta tiltekna mál í Bítinu í morgun. Alþingi Heilbrigðismál Lögreglumál Fíkn Tengdar fréttir Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. 29. júní 2020 07:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Norðlæg átt og víðast hvar væta Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Augu margra verða á þingmönnum meirihlutans í dag, hvernig þeir haga atkvæðum sínum en þá verður kosið um frumvarp sem þingmenn flokka í minnihlutanum leggja fram um afglæpavæðingu vímuefna. Framsögumaður er Halldóra Mogensen en meðflutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Þorsteinn Víglundsson, Jón Steindór Valdimarsson og Guðmundur Ingi Kristinsson. Orðrómur um að meirihlutinn gangi úr skaftinu Fyrir utan hið efnislega er þetta athyglisvert í flokkspólitísku samhengi, hvort flokkslínur á annarlegum forsendum ráði. Bæði Sjálfstæðisflokkur og VG hafa haft þetta mál á stefnuskrá sinni og þá er um þetta kveðið sérstaklega í stefnuskrá ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur: „Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis,“ segir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt heimildum Vísis er þó uppi orðrómur um að stjórnarþingmenn hafi fengið tilskipun frá flokksráðum að greiða atkvæði gegn frumvarpinu; sú sé flokkslínan. Þó frumvarpið sé í dúr og moll við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar. Unnar Þór heitir maður sem hefur látið málið til sín taka á Twitter. Hann telur frumvarpið mikla bót, geti hreinlega reynst lífsbjörg fyrir marga þá sem eiga við fíkinefnavanda að etja og biðlar til þingmanna að veita því brautargengi. En hann er ekki bjartsýnn eftir að hafa sett sig í samband við þingheim og greinir frá því að svörin sem hann fái séu torkennileg. 4/ Þegar ég byrjaði símtölin í dag var ég vongóður og trúði því innilega að þingmenn meirihlutans myndu leggja pólitíkina til hliðar og gera það sem rétt er. En þegar leið á fór ég að taka eftir mynstri, svörin voru öll á sömu leið;— Unnar þór (@Unnarth) June 28, 2020 Vísir ræddi við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata. Hann segir það rétt, að frekar sé gert ráð fyrir því en hitt, meðal þingmanna sem styðja málið að meirihlutinn muni leggjast gegn því. Þrátt fyrir að það sé í samræmi við stefnu flokkanna og stjórnarsáttmála. Að leggjast gegn frumvarpinu svik við kjósendur „Þingmenn þessara flokka virðist ekki vilja fylgja stefnu flokksins og samþykkt stjórnarsáttmálann, þó Píratar hafa fengið málið í atkvæðagreiðslu og gefið þeim dauðafæri.“ Jón Þór segist þannig ekki bjartsýnn á að málið nái fram að ganga. Ekki nema þeim megi ljóst verða að það kosti að svíkja kjósendur í þessu máli. „Málið verður samþykkt ef VG og XD sitja hjá. Það verður fellt ef þeir kjósa á móti,“ segir Jón Þór. Spurður hvað þeir sem greiði atkvæði gegn því geti borið fyrir sig með þá afstöðu telur Jón Þór að það verði hugsanlega einhver moðreykur um að nú sé ekki rétti tíminn eða að þetta sé ekki rétta málið. Rætt var við Jón Þór um þetta tiltekna mál í Bítinu í morgun.
Alþingi Heilbrigðismál Lögreglumál Fíkn Tengdar fréttir Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. 29. júní 2020 07:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Norðlæg átt og víðast hvar væta Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. 29. júní 2020 07:00
„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30