Volvo innkallar fleiri en tvær milljónir bíla vegna bílbeltagalla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 11:13 Volvo hefur verið í eigu kínverska félagins Zhejiang Geely Holding Group frá árinu 2010. Innköllunin nú er sú stærsta í sögu framleiðandans. Vísir/EPA Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg. Bílar Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg.
Bílar Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira