CSKA Moskva vann sinn annan leik í röð er liðið vann 4-0 sigur á Republican FC Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.
Staðan var markalaus í hálfleik en á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu Moskvu-menn út um leikinn.
Fedor Chalov skoraði á 61. mínútu, mínútu síðar tvöfaldaði fyrrum Everton-maðurinn Nikola Vlasic muninn og Arnór Sigurðsson skoraði þriðja markið á 65. mínútu.
Fjórða og síðasta markið var sjálfsmark Andrey Semenov og lokatölur 4-0.
Arnór var fimm mínútum síðar tekinn af velli en Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn CSKA sem er í 5. sæti deildarinnar með 43 stig.
#CSKA line-up for the game against Akhmat pic.twitter.com/KSYUr3uLBs
— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) July 4, 2020