„Útivistartíminn var liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltasækir í kvöld“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 10:00 Ólafur Kristjánsson var í settinu í gær. vísir/s2s Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu hins unga Loga Hrafns Róbertssonar í leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Logi spilaði síðari hálfleikinn í fjörugu 3-3 jafntefli. Logi Hrafn verður ekki sextán ára fyrr en síðar í mánuðinum en hann er fæddur í júlí 2004. Hann lék þó mikið með FH-liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfarinn hreifst af honum en Ólafur var gestur Pepsi Max-tilþrifanna eftir leikinn. „Í sjálfu sér ekki. Hann er búinn að spila mikið í vetur og standa sig feikilega vel. Hann er poll rólegur og leysti þetta verkefni mjög vel,“ sagði Ólafur. FH missti einnig miðvörð út af í síðasta leik gegn Víkingum en þá valdi Ólafur að setja Loga ekki inn á. „Við vorum með leik um daginn í Víkinni þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn í svo langan tíma. Þegar maður setur ungan strák inn á, þá þarf maður að velja verkefnin vel.“ Logi spilaði ekki bara leik í gær því einnig æfði hann með U17-ára landsliði Íslands. Hann átti upphaflega ekki að vera í hópnum en vegna höfuðmeiðsla Guðmanns Þórissonar og Péturs Viðarssonar endaði hann á því að vera í hópnum. „Það draup ekki af honum. Hann var á 40 mínútna æfingu í dag hjá KSÍ og hann átti ekki upphaflega að vera í leikmannahópnum. Pétur átti að vera en síðan þegar við vorum með Guðmann, sem er með höfuðmeiðsli, og er að detta út úr því. Hann spilaði hálfleik og Pétur er of stutt á veg kominn. Það er fúlt að detta út vegna höfuðmeiðsla í langan tíma.“ Aðspurður hvort að Logi kæmi til greina sem miðvörður liðsins í næstu leikjum svarað Ólafur rólegur. „Logi er ungur og efnilegur og þarf sinn tíma eins og aðrir. Við þurfum ekkert að hæpa hann upp. Hann er poll rólegur og leysir þessi verkefni sem hann fær mjög vel. Hann var inni á miðjunni hjá okkur í vetur. Hann getur komið í miðvörðinn. Hann getur verið framtíðarmaður en útivistartíminn er liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltastrákur í kvöld,“ sagði Ólafur léttur en samkvæmt tilmælum KSÍ þurfa boltasækjarar að vera sextán ára og eldri. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ólafur um Loga Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu hins unga Loga Hrafns Róbertssonar í leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Logi spilaði síðari hálfleikinn í fjörugu 3-3 jafntefli. Logi Hrafn verður ekki sextán ára fyrr en síðar í mánuðinum en hann er fæddur í júlí 2004. Hann lék þó mikið með FH-liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfarinn hreifst af honum en Ólafur var gestur Pepsi Max-tilþrifanna eftir leikinn. „Í sjálfu sér ekki. Hann er búinn að spila mikið í vetur og standa sig feikilega vel. Hann er poll rólegur og leysti þetta verkefni mjög vel,“ sagði Ólafur. FH missti einnig miðvörð út af í síðasta leik gegn Víkingum en þá valdi Ólafur að setja Loga ekki inn á. „Við vorum með leik um daginn í Víkinni þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn í svo langan tíma. Þegar maður setur ungan strák inn á, þá þarf maður að velja verkefnin vel.“ Logi spilaði ekki bara leik í gær því einnig æfði hann með U17-ára landsliði Íslands. Hann átti upphaflega ekki að vera í hópnum en vegna höfuðmeiðsla Guðmanns Þórissonar og Péturs Viðarssonar endaði hann á því að vera í hópnum. „Það draup ekki af honum. Hann var á 40 mínútna æfingu í dag hjá KSÍ og hann átti ekki upphaflega að vera í leikmannahópnum. Pétur átti að vera en síðan þegar við vorum með Guðmann, sem er með höfuðmeiðsli, og er að detta út úr því. Hann spilaði hálfleik og Pétur er of stutt á veg kominn. Það er fúlt að detta út vegna höfuðmeiðsla í langan tíma.“ Aðspurður hvort að Logi kæmi til greina sem miðvörður liðsins í næstu leikjum svarað Ólafur rólegur. „Logi er ungur og efnilegur og þarf sinn tíma eins og aðrir. Við þurfum ekkert að hæpa hann upp. Hann er poll rólegur og leysir þessi verkefni sem hann fær mjög vel. Hann var inni á miðjunni hjá okkur í vetur. Hann getur komið í miðvörðinn. Hann getur verið framtíðarmaður en útivistartíminn er liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltastrákur í kvöld,“ sagði Ólafur léttur en samkvæmt tilmælum KSÍ þurfa boltasækjarar að vera sextán ára og eldri. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ólafur um Loga
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30