Ástæða til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 12:34 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna faraldurs kórónuveirunnar að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir jafnframt að styrkja þurfi samkeppni á ýmsum sviðum í ljósi efnahagskreppu. „Við búum hér á Íslandi í litlu hagkerfi þar sem eru miklar fákeppnisaðstæður og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að samkeppni og efla hana eins og kostur er,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að ástæða sé til að vera á varðbergi nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum efnahagsaðstæðum af völdum faraldurs kórónuveirunnar. „Það skapar hættu á því að það verði meiri samþjöppun og fákeppnsaðstæður styrkist sem leiðir þá til hærra verðs og verri þjónustu til lengri tíma og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að bregðast við efnahagskreppum af hverju tagi sem er, með því að styrkja samkeppni á ýmsum sviðum meðal annars með því að efla samkeppniseftirlit,“ sagði Páll. Páll segir verndarhyggju slæm viðbrögð við efnahagskreppu. „Reynslan sýnir að til lengri tíma er það ekki góð hugmynd vegna þess að þar með ertu að veikja samkeppni og til lengri tíma verða fyrirtæki sem lifa í slíku umhverfi veikari, rekstur og stjórnun verður veikari og verð hækkar, þjónusta versnar þannig að verndarhyggja af þessu tagi er undantekningarlaust slæm hugmynd sem viðbrögð við efnahagskreppu,“ sagði Páll. Hann segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þau veita mjög stórum hluta landsmanna atvinnu, þau koma með nýjar hugmyndir inn á markaði og láta reyna á samkeppni og það hvernig stærri og rótgróin fyrirtæki starfa þannig það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á þetta umhverfi og að við lendum ekki í umhverfi þar sem við erum í enn ríakri mæli en í dag háð fáum fyrirtækjum á markaði. Það er eitt af því sem íslensk stjórnvöld þurfa að passa upp á,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Ganga til kosninga í febrúar Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna faraldurs kórónuveirunnar að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir jafnframt að styrkja þurfi samkeppni á ýmsum sviðum í ljósi efnahagskreppu. „Við búum hér á Íslandi í litlu hagkerfi þar sem eru miklar fákeppnisaðstæður og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að samkeppni og efla hana eins og kostur er,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að ástæða sé til að vera á varðbergi nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum efnahagsaðstæðum af völdum faraldurs kórónuveirunnar. „Það skapar hættu á því að það verði meiri samþjöppun og fákeppnsaðstæður styrkist sem leiðir þá til hærra verðs og verri þjónustu til lengri tíma og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að bregðast við efnahagskreppum af hverju tagi sem er, með því að styrkja samkeppni á ýmsum sviðum meðal annars með því að efla samkeppniseftirlit,“ sagði Páll. Páll segir verndarhyggju slæm viðbrögð við efnahagskreppu. „Reynslan sýnir að til lengri tíma er það ekki góð hugmynd vegna þess að þar með ertu að veikja samkeppni og til lengri tíma verða fyrirtæki sem lifa í slíku umhverfi veikari, rekstur og stjórnun verður veikari og verð hækkar, þjónusta versnar þannig að verndarhyggja af þessu tagi er undantekningarlaust slæm hugmynd sem viðbrögð við efnahagskreppu,“ sagði Páll. Hann segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þau veita mjög stórum hluta landsmanna atvinnu, þau koma með nýjar hugmyndir inn á markaði og láta reyna á samkeppni og það hvernig stærri og rótgróin fyrirtæki starfa þannig það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á þetta umhverfi og að við lendum ekki í umhverfi þar sem við erum í enn ríakri mæli en í dag háð fáum fyrirtækjum á markaði. Það er eitt af því sem íslensk stjórnvöld þurfa að passa upp á,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Ganga til kosninga í febrúar Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira