Umfjöllun og viðtöl: KA - Fjölnir 1-1 | Deildu stigunum fyrir norðan Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 13. júlí 2020 21:15 Fjölnir - Stjarnan Pepsi max deild kvenna, Sumar 2020.? karla KA mætti Fjölni í botnslag á Akureyri í dag. Bæði lið eru að leita af sínum fyrsta sigri og var spennustigið hátt meðal leikmanna í dag. Leikurinn byrjaði af krafti þegar Brynjar Ingi kemur KA yfir eftir 50 sekúndur. Hallgrímur tók horn og Brynjar stökk manna hæst. KA nýtti sér hæð Guðmundar Steins og voru mikið í að sparka boltanum langt á meðan Fjölnir nýtti sér hraðann fram á við í Ingibergi Kort og reyndu að setja boltann inn fyrir vörn heimamanna. Fjölnir kom sér á blað þegar Orri Þórhallson náði að skora í mark KA a eftir smá dans inn í teig. Arnór Breki á skot sem Jajalo ver, Ingibergur Kort fylgir eftir en aftur ver Jajalo. Í þriðju tilraun dettur boltinn fyrir Orra sem klárar vel. Síðari hálfleikur var ekkert sérstakur þar sem Fjölnir virtust vera sáttir með jafnteflið. Fjölnir sat á meðan KA þrumaði boltanum upp. Á 62 mínútu féll Ásgeir Sigurgeirs niður í teig Fjölnis og heimtuðu KA vítaspyrnu. Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins hristi hausinn og ekkert dæmt. Lítið sem ekkert gerðist nema í uppbótartíma var Sveinn Margeir nálægt því að tryggja KA stigin þrjú en boltinn small í stönginni. 1-1 niðurstaða leiksins. Af hverju jafntefli? Fjölnir virtist vera sáttir með jafntefli þegar flautað var til síðari hálfleiks. KA reyndi að sparka langt og hátt en vörnin hjá Fjölni stóð það vel af sér. Hverjir stóðu uppúr? Ungverjinn Peter Zachan var eins og klettur í vörn Fjölnis og eru það góðar fréttir fyrir Fjölni ef hann heldur áfram að spila svona. Örvar Eggertsson var í hægri vængbakverði og stóð hann sig með prýði. Spurning hvort þetta sé hans nýja staða. Hjá KA var Rodrigo Gomes flottur. Hvað gekk illa? Illa gekk hjá báðum liðum að skapa sér færi. Bæði lið eru vön því að liggja til baka og sást það vel á sóknarleik þeirra. Fjölnir reyndi þó að spila boltanum og gekk það vel á köflum. Hvað er næst? Næst hjá KA er heimaleikur gegn Gróttu og næst hjá Fjölni er heimaleikur gegn Fimleikafélaginu frá Hafnarfirði. Ásmundur: Vildum þrjú en þiggjum þetta eina „Við þiggjum stigið,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis í leikslok. „Ég er ánægður með framlag leikmanna. Þetta var mikill baráttu leikur. Það var mikið undir hér í dag og það sást, Það var hátt spennustig en ég er ánægður með að menn skildu allt eftir á vellinum og börðust fyrir því sem í boði.“ „Við vildum helst taka þrjú stig en við þiggjum þetta eina. Fyrirfram hefði ég verið þokkalega sáttur við stigið þó að sjálfsögðu ætluðum við að taka þau öll.“ Óli Stefán: Verðum eins og smástrákar í fyrri hálfleik „Ég er svekktur. Þetta var kaflaskipt ég er fyrsta lagi ótrúlega svekktur yfir frammistöðunni í fyrri hálfleik,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA. „Við komumst yfir snemma og þetta kom bara upp í hendurnar á okkur og við verðum eins og smástrákar og litlir í okkur og föllum niður og nánast bíðum eftir að þeir jafni en svo er ég stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik. Við vorum miklu hugrakkari og virkilega vildum vinna og það kom ekki. Við verðum að standa í lappirnar og halda áfram.“ „Nú er það bara endurheimt og förum yfir þetta á morgun. Það er stutt á milli í þessu og við fáum annan heimaleik líka á móti öðrum nýliðum og við þurfum að gíra okkur vel upp og ná í þrjú stig til að kveikja á okkur í þessu. Þetta verður þyngra og þyngra þegar sigrarnir eru ekki að koma. Fyrst og fremst verðum við að reyna vinna vel og fá þessa sentímetra í lag sem að vantar uppá.“ Pepsi Max-deild karla
KA mætti Fjölni í botnslag á Akureyri í dag. Bæði lið eru að leita af sínum fyrsta sigri og var spennustigið hátt meðal leikmanna í dag. Leikurinn byrjaði af krafti þegar Brynjar Ingi kemur KA yfir eftir 50 sekúndur. Hallgrímur tók horn og Brynjar stökk manna hæst. KA nýtti sér hæð Guðmundar Steins og voru mikið í að sparka boltanum langt á meðan Fjölnir nýtti sér hraðann fram á við í Ingibergi Kort og reyndu að setja boltann inn fyrir vörn heimamanna. Fjölnir kom sér á blað þegar Orri Þórhallson náði að skora í mark KA a eftir smá dans inn í teig. Arnór Breki á skot sem Jajalo ver, Ingibergur Kort fylgir eftir en aftur ver Jajalo. Í þriðju tilraun dettur boltinn fyrir Orra sem klárar vel. Síðari hálfleikur var ekkert sérstakur þar sem Fjölnir virtust vera sáttir með jafnteflið. Fjölnir sat á meðan KA þrumaði boltanum upp. Á 62 mínútu féll Ásgeir Sigurgeirs niður í teig Fjölnis og heimtuðu KA vítaspyrnu. Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins hristi hausinn og ekkert dæmt. Lítið sem ekkert gerðist nema í uppbótartíma var Sveinn Margeir nálægt því að tryggja KA stigin þrjú en boltinn small í stönginni. 1-1 niðurstaða leiksins. Af hverju jafntefli? Fjölnir virtist vera sáttir með jafntefli þegar flautað var til síðari hálfleiks. KA reyndi að sparka langt og hátt en vörnin hjá Fjölni stóð það vel af sér. Hverjir stóðu uppúr? Ungverjinn Peter Zachan var eins og klettur í vörn Fjölnis og eru það góðar fréttir fyrir Fjölni ef hann heldur áfram að spila svona. Örvar Eggertsson var í hægri vængbakverði og stóð hann sig með prýði. Spurning hvort þetta sé hans nýja staða. Hjá KA var Rodrigo Gomes flottur. Hvað gekk illa? Illa gekk hjá báðum liðum að skapa sér færi. Bæði lið eru vön því að liggja til baka og sást það vel á sóknarleik þeirra. Fjölnir reyndi þó að spila boltanum og gekk það vel á köflum. Hvað er næst? Næst hjá KA er heimaleikur gegn Gróttu og næst hjá Fjölni er heimaleikur gegn Fimleikafélaginu frá Hafnarfirði. Ásmundur: Vildum þrjú en þiggjum þetta eina „Við þiggjum stigið,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis í leikslok. „Ég er ánægður með framlag leikmanna. Þetta var mikill baráttu leikur. Það var mikið undir hér í dag og það sást, Það var hátt spennustig en ég er ánægður með að menn skildu allt eftir á vellinum og börðust fyrir því sem í boði.“ „Við vildum helst taka þrjú stig en við þiggjum þetta eina. Fyrirfram hefði ég verið þokkalega sáttur við stigið þó að sjálfsögðu ætluðum við að taka þau öll.“ Óli Stefán: Verðum eins og smástrákar í fyrri hálfleik „Ég er svekktur. Þetta var kaflaskipt ég er fyrsta lagi ótrúlega svekktur yfir frammistöðunni í fyrri hálfleik,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA. „Við komumst yfir snemma og þetta kom bara upp í hendurnar á okkur og við verðum eins og smástrákar og litlir í okkur og föllum niður og nánast bíðum eftir að þeir jafni en svo er ég stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik. Við vorum miklu hugrakkari og virkilega vildum vinna og það kom ekki. Við verðum að standa í lappirnar og halda áfram.“ „Nú er það bara endurheimt og förum yfir þetta á morgun. Það er stutt á milli í þessu og við fáum annan heimaleik líka á móti öðrum nýliðum og við þurfum að gíra okkur vel upp og ná í þrjú stig til að kveikja á okkur í þessu. Þetta verður þyngra og þyngra þegar sigrarnir eru ekki að koma. Fyrst og fremst verðum við að reyna vinna vel og fá þessa sentímetra í lag sem að vantar uppá.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti