Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:30 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fær tækifæri til að eyða pening í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira