Andy Robertson enn harður á því að Jóhann Berg hafi brotið á honum og gagnrýnir VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:00 Andy Robertson fellur hér eftir tæklinguna frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og kallar strax eftir víti. Getty/Phil Noble Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira