Andy Robertson enn harður á því að Jóhann Berg hafi brotið á honum og gagnrýnir VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:00 Andy Robertson fellur hér eftir tæklinguna frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og kallar strax eftir víti. Getty/Phil Noble Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því. Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira