Klopp óskaði heljarmenninu hjá Wycombe til hamingju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 11:00 Adebayo Akinfenwa og Gareth Ainsworth, knattspyrnustjóri Wycombe Wanderers, eftir sigurinn á Oxford United í gær. getty/Andrew Kearns Adebayo Akinfenwa, framherjinn stóri og stæðilegi, var í skýjunum eftir að Wycombe Wanderers tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Oxford United í gær. Akinfenwa óð á súðum í viðtali við Sky Sports eftir leikinn þar sem hann gat ekki leynt gleði sinni. - "Tell me what we did!? I don't think they heard you at the back!"@daRealAkinfenwa helped Wycombe into the Championship for the first time in their 133-year history, last night.Match report and highlights: https://t.co/B03FIn1rdWpic.twitter.com/mTL3D74CdS— Sky Sports (@SkySports) July 14, 2020 Þar hvatti Akinfenwa m.a. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til að senda sér skilaboð. Og að sjálfsögðu gerði Þjóðverjinn það. „Halló, stóri maður. Til hamingju. Ég horfði á leikinn en sá ekki viðtalið eftir hann. Hendo [Jordan Henderson] og strákarnir sögðu mér að hafa samband við þig á WhatsApp,“ sagði Klopp í skilaboðunum sem Akinfenwa deildi á Twitter. „Til hamingju! Ég er nokkuð viss um að þú hefur alltaf viljað vera a.m.k. B-deildarleikmaður og nú hefur það ræst. Vel gert. Frábær, frábær sigur. Jafnvel á þessum furðulegu tímum vona ég að þú fagnir við hæfi.“ Are u crazyyyyyyy the man, the myth, the legend sent me a Watsapp. Today can t get any better. Thank you Klopp #YNWA #Beast20 #BeastMode we did it #champHereWeCome pic.twitter.com/9RgiKZkYt2— daRealAAkinfenwa (@daRealAkinfenwa) July 13, 2020 Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool og eftir að liðið varð Englandsmeistari mætti hann í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe. Og var sektaður fyrir það. Fyrir fjórum árum mætti Akinfenwa í viðtal eftir að Wimbledon tryggði sér sæti í C-deildinni og sagðist vera atvinnulaus og hvatti stjóra til að hafa samband við sig á WhatsApp. Hann fór til Wycombe og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku B-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu þess. Samningur Akinfenwas við Wycombe er að renna út og óvíst hvað tekur við hjá þessum skemmtilega framherja. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Adebayo Akinfenwa, framherjinn stóri og stæðilegi, var í skýjunum eftir að Wycombe Wanderers tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Oxford United í gær. Akinfenwa óð á súðum í viðtali við Sky Sports eftir leikinn þar sem hann gat ekki leynt gleði sinni. - "Tell me what we did!? I don't think they heard you at the back!"@daRealAkinfenwa helped Wycombe into the Championship for the first time in their 133-year history, last night.Match report and highlights: https://t.co/B03FIn1rdWpic.twitter.com/mTL3D74CdS— Sky Sports (@SkySports) July 14, 2020 Þar hvatti Akinfenwa m.a. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til að senda sér skilaboð. Og að sjálfsögðu gerði Þjóðverjinn það. „Halló, stóri maður. Til hamingju. Ég horfði á leikinn en sá ekki viðtalið eftir hann. Hendo [Jordan Henderson] og strákarnir sögðu mér að hafa samband við þig á WhatsApp,“ sagði Klopp í skilaboðunum sem Akinfenwa deildi á Twitter. „Til hamingju! Ég er nokkuð viss um að þú hefur alltaf viljað vera a.m.k. B-deildarleikmaður og nú hefur það ræst. Vel gert. Frábær, frábær sigur. Jafnvel á þessum furðulegu tímum vona ég að þú fagnir við hæfi.“ Are u crazyyyyyyy the man, the myth, the legend sent me a Watsapp. Today can t get any better. Thank you Klopp #YNWA #Beast20 #BeastMode we did it #champHereWeCome pic.twitter.com/9RgiKZkYt2— daRealAAkinfenwa (@daRealAkinfenwa) July 13, 2020 Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool og eftir að liðið varð Englandsmeistari mætti hann í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe. Og var sektaður fyrir það. Fyrir fjórum árum mætti Akinfenwa í viðtal eftir að Wimbledon tryggði sér sæti í C-deildinni og sagðist vera atvinnulaus og hvatti stjóra til að hafa samband við sig á WhatsApp. Hann fór til Wycombe og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku B-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu þess. Samningur Akinfenwas við Wycombe er að renna út og óvíst hvað tekur við hjá þessum skemmtilega framherja.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira