Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 0-4 | Ekkert ryð í Blikum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. júlí 2020 19:30 Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur í Breiðabliki eru lausar úr sóttkví og farnar að geta spilað fótbolta aftur. Alexandra skoraði tvö mörk í dag. VÍSIR/BÁRA Breiðablik gerði sér góða ferð til Eyja og vann góðan 4-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max kvenna í fótbolta í dag. Breiðablik sem voru að spila sinn fyrsta deildarleik í tvær vikur voru mun sterkari allan leikinn og endurspeglaðist það á úrslitum leiksins. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað og var leikurinn nokkuð jafn framan af. Á 23. mínútu kom Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðablik yfir í 1-0. Annað mark leiksins skoraði Alexandra Jóhannsdóttir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og voru hálfleikstölur því 2-0 Breiðablik í vil. Seinni hálfleikur byrjaði hægt. ÍBV var í basli með að nýta færin sín og á 63. mínútu skoraði Bergling Björg Þorvaldsdóttir sitt annað mark og kom Breiðablik yfir í 3-0. Um 10. mínútum seinna skoraði Alexandra Jóhannsdóttir sitt annað mark og kom þeim í 4-0. ÍBV reyndi að sækja á og minnka muninn en ekkert gekk og voru lokatölur leiksins 4-0 Breiðablik í vil. Afhverju vann Breiðablik? Breiðablik var með yfirhöndina allan leikinn. Þrátt fyrir smá basl í byrjun þá var ekki aftur snúið eftir fyrsta markið. Varnarleikurinn var mjög góður sem ÍBV átti erfitt með að koma sér í gegnum og sóknarleikurinn til fyrirmyndar. Hverjar stóðu upp úr? Hjá ÍBV var Hanna Kallmaier góð og svo kom Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz sterk inn í seinni. Hjá Breiðablik voru það Alexandra Jóhannsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem voru hvor um sig með tvö mörk. Hvað gekk illa? ÍBV átti erfitt með vörn Breiðabliks og náði ekki að nýta færin sín nógu vel. Hvað gerist næst? ÍBV sækir FH heim, mánudaginn 20. júlí kl 18:00. Það verður toppslagur á Kópavogsvelli þegar að Breiðablik tekur á móti Val, þriðjudaginn 21. júlí kl 19:15. Andri Ólafsson: Þetta var erfiður seinni hálfleikur „Þetta var flottur fyrri hálfleikur hjá okkur. Við náum að skapa nokkur færi en förum illa með þau. Svo var þetta erfiður seinni hálfleikur,“ sagði Andri Ólafsson þjálfari ÍBV, svekkur eftir fjögurra marka tap á móti Breiðabliki á Hásteinsvelli í dag. „Frá því við höfum byrjað þá höfum við átt í erfiðleikum með að skora, að undan skildum Þróttara leiknum, við erum að skapa færin sem við eigum að vinna betur úr. Við erum ekki að ná að klára færin,“ sagði Andri Ólafsson að lokum en ÍBV hefur nú tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Þorsteinn Halldórsson: Nokkuð sannfærandi sigur Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari Breiðabliks var sáttur með úrslit leiksins, en Breiðablik sigraði ÍBV 4-0 á Hásteinsvelli í dag. „Ég er ánægður með að hafa unnið. Þetta var nokkuð sannfærandi sigur, smá bras á okkur í byrjun en að öðru leyti fanns mér þetta sannfærandi.“ Breiðablik var að spila sinn fyrsta deildarleik eftir að hafa verið í tveggja vikna sóttkví og var Þorsteinn sáttur með frammistöðu liðsins „Það er ánægjulegt að halda áfram frá því sem frá er horfið, að vinna bikarinn og svo koma í fyrsta deildarleikinn og halda áfram sömu hlutum. Það er bara mjög gott og hjálpar okkur að halda áfram í framhaldinu.“ Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik gerði sér góða ferð til Eyja og vann góðan 4-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max kvenna í fótbolta í dag. Breiðablik sem voru að spila sinn fyrsta deildarleik í tvær vikur voru mun sterkari allan leikinn og endurspeglaðist það á úrslitum leiksins. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað og var leikurinn nokkuð jafn framan af. Á 23. mínútu kom Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðablik yfir í 1-0. Annað mark leiksins skoraði Alexandra Jóhannsdóttir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og voru hálfleikstölur því 2-0 Breiðablik í vil. Seinni hálfleikur byrjaði hægt. ÍBV var í basli með að nýta færin sín og á 63. mínútu skoraði Bergling Björg Þorvaldsdóttir sitt annað mark og kom Breiðablik yfir í 3-0. Um 10. mínútum seinna skoraði Alexandra Jóhannsdóttir sitt annað mark og kom þeim í 4-0. ÍBV reyndi að sækja á og minnka muninn en ekkert gekk og voru lokatölur leiksins 4-0 Breiðablik í vil. Afhverju vann Breiðablik? Breiðablik var með yfirhöndina allan leikinn. Þrátt fyrir smá basl í byrjun þá var ekki aftur snúið eftir fyrsta markið. Varnarleikurinn var mjög góður sem ÍBV átti erfitt með að koma sér í gegnum og sóknarleikurinn til fyrirmyndar. Hverjar stóðu upp úr? Hjá ÍBV var Hanna Kallmaier góð og svo kom Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz sterk inn í seinni. Hjá Breiðablik voru það Alexandra Jóhannsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem voru hvor um sig með tvö mörk. Hvað gekk illa? ÍBV átti erfitt með vörn Breiðabliks og náði ekki að nýta færin sín nógu vel. Hvað gerist næst? ÍBV sækir FH heim, mánudaginn 20. júlí kl 18:00. Það verður toppslagur á Kópavogsvelli þegar að Breiðablik tekur á móti Val, þriðjudaginn 21. júlí kl 19:15. Andri Ólafsson: Þetta var erfiður seinni hálfleikur „Þetta var flottur fyrri hálfleikur hjá okkur. Við náum að skapa nokkur færi en förum illa með þau. Svo var þetta erfiður seinni hálfleikur,“ sagði Andri Ólafsson þjálfari ÍBV, svekkur eftir fjögurra marka tap á móti Breiðabliki á Hásteinsvelli í dag. „Frá því við höfum byrjað þá höfum við átt í erfiðleikum með að skora, að undan skildum Þróttara leiknum, við erum að skapa færin sem við eigum að vinna betur úr. Við erum ekki að ná að klára færin,“ sagði Andri Ólafsson að lokum en ÍBV hefur nú tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Þorsteinn Halldórsson: Nokkuð sannfærandi sigur Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari Breiðabliks var sáttur með úrslit leiksins, en Breiðablik sigraði ÍBV 4-0 á Hásteinsvelli í dag. „Ég er ánægður með að hafa unnið. Þetta var nokkuð sannfærandi sigur, smá bras á okkur í byrjun en að öðru leyti fanns mér þetta sannfærandi.“ Breiðablik var að spila sinn fyrsta deildarleik eftir að hafa verið í tveggja vikna sóttkví og var Þorsteinn sáttur með frammistöðu liðsins „Það er ánægjulegt að halda áfram frá því sem frá er horfið, að vinna bikarinn og svo koma í fyrsta deildarleikinn og halda áfram sömu hlutum. Það er bara mjög gott og hjálpar okkur að halda áfram í framhaldinu.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti