Fyrsti Guðjohnsen sem opnar ekki markareikninginn á móti ÍBV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 14:30 Arnór Borg Guðjohnsen, til hægri, lék í gær sinn fimmta leik í Pepsi Max deildinni á ferlinum og skoraði sitt fyrsta mark. Vísir/Vilhelm Arnór Borg Guðjohnsen tryggði Fylki 2-1 sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöldi eftir að hafa skorað sigurmarkið fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Faðir hans, Arnór Guðjohnsen, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir Víking árið 1978, bróðir hans Eiður Smári Guðjohnsen, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val 1994 og frændi hans, Sveinn Aron Guðjohnsen, skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni fyrir val árið 2017. Sveinn Aron opnaði líka markareikning sinn í efstu deild með því að skora sigurmark skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sveinn Aron kom inn á völlinn á 72. mínútu í stöðunni 1-1 á móti ÍBV og skoraði sigurmarkið aðeins mínútu síðar. Arnór Borg Guðjohnsen er aftur á móti sá eini af þeim fjórum sem skoraði fyrsta markið sitt ekki á móti Eyjamönnum. Feðgarnir Arnór og Eiður Smári skoruðu fyrsta markið sitt á móti ÍBV úti í Eyjum en Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark á móti ÍBV á Hlíðarenda. Allir fjórir náðu þeir að skora sitt fyrsta mark fyrir tvítugsafmælið en Eiður Smári Guðjohnsen er sá yngsti sem hefur skorað í efstu deild á Íslandi. Fyrstu mörk manna úr Guðjohnsen ættinni í efstu deild á Íslandi: 16. maí 1978 á Hásteinsvelli Arnór Guðjohnsen fyrir Víking R. á móti ÍBV [2-0 sigur, seinna mark] (Var 16 ára og 287 daga gamall) 26. maí 1994 á Hásteinsvelli Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val á móti ÍBV [1-1 jafntefli, jöfnunarmark] (Var 15 ára og 253 daga gamall) 4. júní 2017 á Hlíðarenda Sveinn Aron Guðjohnsen fyrir Val á móti ÍBV [2-1 sigur, sigurmark] (Var 19 ára og 23 daga gamall) 13. júlí 2020 í Kaplakrika Arnór Borg Guðjohnsen fyrir Fylki á móti FH [2-1 sigur, sigurmark] (Var 19 ára og 301 dags gamall) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Arnór Borg Guðjohnsen tryggði Fylki 2-1 sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöldi eftir að hafa skorað sigurmarkið fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Faðir hans, Arnór Guðjohnsen, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir Víking árið 1978, bróðir hans Eiður Smári Guðjohnsen, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val 1994 og frændi hans, Sveinn Aron Guðjohnsen, skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni fyrir val árið 2017. Sveinn Aron opnaði líka markareikning sinn í efstu deild með því að skora sigurmark skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sveinn Aron kom inn á völlinn á 72. mínútu í stöðunni 1-1 á móti ÍBV og skoraði sigurmarkið aðeins mínútu síðar. Arnór Borg Guðjohnsen er aftur á móti sá eini af þeim fjórum sem skoraði fyrsta markið sitt ekki á móti Eyjamönnum. Feðgarnir Arnór og Eiður Smári skoruðu fyrsta markið sitt á móti ÍBV úti í Eyjum en Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark á móti ÍBV á Hlíðarenda. Allir fjórir náðu þeir að skora sitt fyrsta mark fyrir tvítugsafmælið en Eiður Smári Guðjohnsen er sá yngsti sem hefur skorað í efstu deild á Íslandi. Fyrstu mörk manna úr Guðjohnsen ættinni í efstu deild á Íslandi: 16. maí 1978 á Hásteinsvelli Arnór Guðjohnsen fyrir Víking R. á móti ÍBV [2-0 sigur, seinna mark] (Var 16 ára og 287 daga gamall) 26. maí 1994 á Hásteinsvelli Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val á móti ÍBV [1-1 jafntefli, jöfnunarmark] (Var 15 ára og 253 daga gamall) 4. júní 2017 á Hlíðarenda Sveinn Aron Guðjohnsen fyrir Val á móti ÍBV [2-1 sigur, sigurmark] (Var 19 ára og 23 daga gamall) 13. júlí 2020 í Kaplakrika Arnór Borg Guðjohnsen fyrir Fylki á móti FH [2-1 sigur, sigurmark] (Var 19 ára og 301 dags gamall)
Fyrstu mörk manna úr Guðjohnsen ættinni í efstu deild á Íslandi: 16. maí 1978 á Hásteinsvelli Arnór Guðjohnsen fyrir Víking R. á móti ÍBV [2-0 sigur, seinna mark] (Var 16 ára og 287 daga gamall) 26. maí 1994 á Hásteinsvelli Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val á móti ÍBV [1-1 jafntefli, jöfnunarmark] (Var 15 ára og 253 daga gamall) 4. júní 2017 á Hlíðarenda Sveinn Aron Guðjohnsen fyrir Val á móti ÍBV [2-1 sigur, sigurmark] (Var 19 ára og 23 daga gamall) 13. júlí 2020 í Kaplakrika Arnór Borg Guðjohnsen fyrir Fylki á móti FH [2-1 sigur, sigurmark] (Var 19 ára og 301 dags gamall)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira