Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 0-1 | Gestirnir náðu í sín fyrstu stig Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. júlí 2020 20:15 Helena Ósk Hálfdánardóttir og stöllur hennar unnu mikilvægan sigur í dag. vísir/hag Þór/KA tók á móti FH á Akureyri í dag. Fyrir leik var Þór/KA í 5 sæti með 6 stig en FH í fallsæti án stig. Leikurinn byrjaði rólega og hvorugt liðið skapað sér mikið af færi. Varnir beggja liða voru þéttar en jafnframt var lítið að gerast í sóknarleik liðanna. FH átti líklega besta færi leiksins þegar Birta Georgsdóttir átti skot að marki Þór/KA á 33 mínútu leiksins sem Harpa Jóhannsdóttir varði með tilþrifum. Þór/KA kom af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og átti nokkur góð færi en Telma Ívarsdóttir í marki gestanna var örugg í sínum aðgerðum. Það dróg í raun ekki til tíðinda fyrr en á 84 mínútu leiksins þegar Harpa í marki Þór/KA gerðist sek um dýr mistök. Boltinn berst þá til hennar, hún fær pressu á sig og ætlar að sóla sig út úr aðstæðunum en missir boltann of langt frá sér. Boltinn berst til Madison Santana Gonzalez sem skoraði í autt markið. Þór/KA náði ekki að svara eftir markið. Lokatölur á Akureyri 0-1 og fyrstu stig FH staðreynd í Pepsí Max deild kvenna. Af hverju vann FH? Leikurinn hefði svo sem geta dottið báðum meginn, það var lítið af opnum færum og varnir beggja liða góðar. FH var vel skipulagt í leiknum, fylgdu leikplani og voru áræðnar. Vörnin var þétt og Þór/KA komst lítið áleiðis gegn þeim. Þær fylgdu svo eftir góðum leik með marki sem skilur liðin að. Hverjir stóðu upp úr? Varnir beggja liða eiga hrós skilið. Hulda Ósk var sömuleiðis stöðug ógn í liði Þór/KA. Birta Georgsdóttir var öflug í liði gestanna og sömuleiðis Madison Santana Gonzalez sem skoraði eina mark leiksins og spilað vel fyrir FH. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þór/KA var hugmyndasnauður, þær náðu að skapa mjög lítið og FH átti ekki í miklu basli með að loka á þeirra aðgerðir. Hvað er næst? Þór/KA heimsækir Selfoss og FH fær ÍBV í heimsókn. Andri Hjörvar: Það vantaði upp á í sóknaraðgerum okkar „Við komum til leiks í dag og ætluðum okkur þrjú stig. Í lok leiksins fannst mér ennþá þrjú stig vera í boði og við reyndum hvað við gátum til að ná þeim en svo fór sem fór,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA. „Við ætluðum að fá miklu fleiri skot og vera meira ógnandi í sóknaraðgerðum okkar. Við vorum helst til of lengi á síðasta þriðjungnum. Að sama skapi var FH vel skipulagt, þær voru snöggar í vörn og lokuðu vel á okkur. Við áttum ekki mikið af færum þó að spilamennskan hafi verið ágætt þá vantaði eitthvað uppá þarna fremst.“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Aðstæðurnar bjóða ekki upp á fallegan bolta heldur akkúrat svona stríðsleik og við ætluðum bara að mæta því og svo koma með gæðin. Við ætluðum að nýta okkur ákveðna veikleika hjá FH sem við náðum alls ekki í gegn í þessum leik.“ „Með sigri í dag hefðum við geta farið upp í þriðja sætið. Þessi deild er nú það skrítin, ég held að lið séu að rífa stig hvert af öðru hingað og þangað. Svo eru sum lið búinn að spila færri leiki en önnur. Það er erfitt að rýna í töfluna akkúrat núna. Þetta mót á líklega eftir að jafnast út þegar líður á mót. Sex stig úr fjórum leikjum miða við allar spár og slíkt er bara ágætt.“ Árni Freyr: Ánægður með vinnuframlag stelpnanna „Ég er gríðalega ánægður með fyrsta sigurinn og að halda markinu hreinu í öðrum leiknum í röð. Við gerðum það líka í bikarnum um daginn. Gríðarlega ánægður með vinnuframlagið hjá stelpunum og hvað þær lögðu allt í þennan leik,“ sagði Árni Freyr Guðnason, sem þjálfaði FH, í fjarveru Guðna Eiríkssonar sem var í leikbanni. „Við vissum að þetta yrði barningur fyrstu mínúturnar og komumst í gegnum það. Svo þegar við fórum að vinna návígin inn á miðsvæðinu að þá erum við bara hrikalegar góðar. Við erum með mjög gott spilandi lið. Þegar þessi grunnvinna var kominn þá hafði ég ekki miklar áhyggjur af því.“ „Við lendum í vandræðum í byrjun seinni hálfleik. Það er í raun bara það sama þá við vorum ekki að vinna návígin inn á miðsvæðinu og vorum svolítið opnar. Þegar við náðum að loka því og gera það betur þá kom markið.“ „Það er ekkert mikill breyting frá því í síðasta leik á móti Þrótti í bikarnum. Við komum aðeins hærra á völlinn og erum bara að banka trú inn í hópinn að þær séu góðar í fótbolta og hafa þá hugrekki til að spila boltanum. Þegar við gerum það erum við mjög hættulegar.“ Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA tók á móti FH á Akureyri í dag. Fyrir leik var Þór/KA í 5 sæti með 6 stig en FH í fallsæti án stig. Leikurinn byrjaði rólega og hvorugt liðið skapað sér mikið af færi. Varnir beggja liða voru þéttar en jafnframt var lítið að gerast í sóknarleik liðanna. FH átti líklega besta færi leiksins þegar Birta Georgsdóttir átti skot að marki Þór/KA á 33 mínútu leiksins sem Harpa Jóhannsdóttir varði með tilþrifum. Þór/KA kom af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og átti nokkur góð færi en Telma Ívarsdóttir í marki gestanna var örugg í sínum aðgerðum. Það dróg í raun ekki til tíðinda fyrr en á 84 mínútu leiksins þegar Harpa í marki Þór/KA gerðist sek um dýr mistök. Boltinn berst þá til hennar, hún fær pressu á sig og ætlar að sóla sig út úr aðstæðunum en missir boltann of langt frá sér. Boltinn berst til Madison Santana Gonzalez sem skoraði í autt markið. Þór/KA náði ekki að svara eftir markið. Lokatölur á Akureyri 0-1 og fyrstu stig FH staðreynd í Pepsí Max deild kvenna. Af hverju vann FH? Leikurinn hefði svo sem geta dottið báðum meginn, það var lítið af opnum færum og varnir beggja liða góðar. FH var vel skipulagt í leiknum, fylgdu leikplani og voru áræðnar. Vörnin var þétt og Þór/KA komst lítið áleiðis gegn þeim. Þær fylgdu svo eftir góðum leik með marki sem skilur liðin að. Hverjir stóðu upp úr? Varnir beggja liða eiga hrós skilið. Hulda Ósk var sömuleiðis stöðug ógn í liði Þór/KA. Birta Georgsdóttir var öflug í liði gestanna og sömuleiðis Madison Santana Gonzalez sem skoraði eina mark leiksins og spilað vel fyrir FH. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þór/KA var hugmyndasnauður, þær náðu að skapa mjög lítið og FH átti ekki í miklu basli með að loka á þeirra aðgerðir. Hvað er næst? Þór/KA heimsækir Selfoss og FH fær ÍBV í heimsókn. Andri Hjörvar: Það vantaði upp á í sóknaraðgerum okkar „Við komum til leiks í dag og ætluðum okkur þrjú stig. Í lok leiksins fannst mér ennþá þrjú stig vera í boði og við reyndum hvað við gátum til að ná þeim en svo fór sem fór,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA. „Við ætluðum að fá miklu fleiri skot og vera meira ógnandi í sóknaraðgerðum okkar. Við vorum helst til of lengi á síðasta þriðjungnum. Að sama skapi var FH vel skipulagt, þær voru snöggar í vörn og lokuðu vel á okkur. Við áttum ekki mikið af færum þó að spilamennskan hafi verið ágætt þá vantaði eitthvað uppá þarna fremst.“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Aðstæðurnar bjóða ekki upp á fallegan bolta heldur akkúrat svona stríðsleik og við ætluðum bara að mæta því og svo koma með gæðin. Við ætluðum að nýta okkur ákveðna veikleika hjá FH sem við náðum alls ekki í gegn í þessum leik.“ „Með sigri í dag hefðum við geta farið upp í þriðja sætið. Þessi deild er nú það skrítin, ég held að lið séu að rífa stig hvert af öðru hingað og þangað. Svo eru sum lið búinn að spila færri leiki en önnur. Það er erfitt að rýna í töfluna akkúrat núna. Þetta mót á líklega eftir að jafnast út þegar líður á mót. Sex stig úr fjórum leikjum miða við allar spár og slíkt er bara ágætt.“ Árni Freyr: Ánægður með vinnuframlag stelpnanna „Ég er gríðalega ánægður með fyrsta sigurinn og að halda markinu hreinu í öðrum leiknum í röð. Við gerðum það líka í bikarnum um daginn. Gríðarlega ánægður með vinnuframlagið hjá stelpunum og hvað þær lögðu allt í þennan leik,“ sagði Árni Freyr Guðnason, sem þjálfaði FH, í fjarveru Guðna Eiríkssonar sem var í leikbanni. „Við vissum að þetta yrði barningur fyrstu mínúturnar og komumst í gegnum það. Svo þegar við fórum að vinna návígin inn á miðsvæðinu að þá erum við bara hrikalegar góðar. Við erum með mjög gott spilandi lið. Þegar þessi grunnvinna var kominn þá hafði ég ekki miklar áhyggjur af því.“ „Við lendum í vandræðum í byrjun seinni hálfleik. Það er í raun bara það sama þá við vorum ekki að vinna návígin inn á miðsvæðinu og vorum svolítið opnar. Þegar við náðum að loka því og gera það betur þá kom markið.“ „Það er ekkert mikill breyting frá því í síðasta leik á móti Þrótti í bikarnum. Við komum aðeins hærra á völlinn og erum bara að banka trú inn í hópinn að þær séu góðar í fótbolta og hafa þá hugrekki til að spila boltanum. Þegar við gerum það erum við mjög hættulegar.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti