Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 13:13 Bandaríkjastjórn er sögð óttast að Kínverjar nái tæknilegum yfirburðum í heiminum ef Huawei kemst í lykilstöðu í 5G-væðingu vestrænna ríkja sem stendur fyrir dyrum. Vísir/EPA Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. Styr hefur staðið um Huawei sem Bandaríkjastjórn sakar um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda þannig að það ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Áströlsk stjórnvöld vöruðu á sínum tíma við möguleikanum á að tæknin gæti verið notuð til njósna fyrir kínverska ríkið. Fulltrúar Huawei þvertaka fyrir það. Oliver Dowden, ráðherra stafrænna mála, tilkynnti breska þinginu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera Huawei útlægt frá Bretlandi í dag. Hún hafi verið tekin með þjóðaröryggis- og efnahagslega hugsmuni Bretlands í huga, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Huwaei sem tengjast framleiðslu þess á örflögum. Breska leyniþjónustan telur að afleiðingar þvingananna þýði að ekki sé lengur hægt að ræða sig á Huawei geti haldið uppi framboði á þeim. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar varða aðeins nýja 5G-tækni og því telja bresk stjórnvöld ekki ástæðu til þess að banna eldri kynslóðir tækja kínverska fyrirtækisins fyrir 2G, 3G eða 4G-fjarskiptanet. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði ítrekað þrýst á Boris Johnson, forsætisráðherra, að banna Huwaei en Johnson ákvað fyrr á þessu ári að leyfa kínverska fyrirtækinu að selja búnað sinn á Bretlandi með takmörkunum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur á móti varað við því að banna Huawei, eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins, gæti haft umfangsmiklar afleiðingar fyrir viðskipti annarra kínverskar fyrirtækja. Bretland Huawei Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59 Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15 Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. Styr hefur staðið um Huawei sem Bandaríkjastjórn sakar um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda þannig að það ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Áströlsk stjórnvöld vöruðu á sínum tíma við möguleikanum á að tæknin gæti verið notuð til njósna fyrir kínverska ríkið. Fulltrúar Huawei þvertaka fyrir það. Oliver Dowden, ráðherra stafrænna mála, tilkynnti breska þinginu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera Huawei útlægt frá Bretlandi í dag. Hún hafi verið tekin með þjóðaröryggis- og efnahagslega hugsmuni Bretlands í huga, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Huwaei sem tengjast framleiðslu þess á örflögum. Breska leyniþjónustan telur að afleiðingar þvingananna þýði að ekki sé lengur hægt að ræða sig á Huawei geti haldið uppi framboði á þeim. Aðgerðir Bandaríkjastjórnar varða aðeins nýja 5G-tækni og því telja bresk stjórnvöld ekki ástæðu til þess að banna eldri kynslóðir tækja kínverska fyrirtækisins fyrir 2G, 3G eða 4G-fjarskiptanet. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði ítrekað þrýst á Boris Johnson, forsætisráðherra, að banna Huwaei en Johnson ákvað fyrr á þessu ári að leyfa kínverska fyrirtækinu að selja búnað sinn á Bretlandi með takmörkunum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur á móti varað við því að banna Huawei, eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins, gæti haft umfangsmiklar afleiðingar fyrir viðskipti annarra kínverskar fyrirtækja.
Bretland Huawei Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59 Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15 Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. 13. febrúar 2020 15:59
Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. 5. febrúar 2020 12:15
Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14