„Þessi ákvörðun er hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 14:00 Jürgen Klopp og Jose Mourinho eru ekki hrifnir af niðurstöðu CAS. VÍSIR/GETTY Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42
Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30