Manchester United framherjinn Marcus Rashford er frábær knattspyrnumaður með framtíðina fyrir sér að undanförnu hefur hann ekki vakið minni athygli fyrir frammistöðu sína utan fótboltans.
Marcus Rashford barðist fyrir því að börn frá efnalitlum heimilum fái ókeypis mat í skólum Bretlands. Barátta Rashford skilaði því að bresk stjórnvöld hættu við að skera niður matarmiða fyrir grunnskólabörn.
Marcus Rashford to receive honorary doctorate from the University of Manchester | @TelegraphDucker https://t.co/ocPD6vgAUv
— Telegraph Football (@TeleFootball) July 15, 2020
Háskólinn í Manchester, University of Manchester, hefur nú gefið það út að Marcus Rashford fái heiðursdoktorsgráðu í næsta mánuði. Þetta er mesta viðurkenning sem háskólinn getur veitt.
Rashford hefur sjálfur hjálpað að safna yfir tuttugu milljónum punda í samstarfi við FareShare sem hafa síðan skilað fátækum heimilum 3,9 milljónum matarbakka í hverri viku.
Marcus Rashford er aðeins 22 ára gamall en hefur sýnt mikinn þroska með þessu baráttumáli sínu.
"It's a proud day for myself and my family"
— BBC Sport (@BBCSport) July 15, 2020
Marcus Rashford will become the youngest person to receive an honorary doctorate from the University of Manchester for his campaign against child poverty.
Latest: https://t.co/dcYvpS4WDp pic.twitter.com/mSVx2Ovbja
„Þetta er stór dagur fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði stoltur Marcus Rashford eftir að hann frétti af viðurkenningunni.
Manchester United goðsagnirnar Sir Alex Ferguson og Sir Bobby Charlton hafa líka fengið þessa miklu viðurkenningu.
„Við eigum enn mikið verk fyrir höndum í baráttunni við fátækt barna í þessu landi en að fá svona viðurkenningu frá þinni borg þýðir að við erum á leiðinni í rétta átt og það skiptir miklu máli,“ sagði Marcus Rashford.