Sara Björk æfði í fyrsta sinn með Lyon liðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki mikið frí til að jafna sig eftir tímabilið með Wolfsburg því Lyon er komið á fullt að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Getty/Karl Bridgeman Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum. Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum. Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi. View this post on Instagram Pour ce 14 juillet, nos joueuses e taient de retour au Groupama Training Center ! La pre paration se poursuit @damienlgphoto Back to Groupama Training Center! A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) on Jul 14, 2020 at 3:16am PDT Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu. Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí. Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni. Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum. Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum. Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi. View this post on Instagram Pour ce 14 juillet, nos joueuses e taient de retour au Groupama Training Center ! La pre paration se poursuit @damienlgphoto Back to Groupama Training Center! A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) on Jul 14, 2020 at 3:16am PDT Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu. Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí. Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni. Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira