Fótbolti

Alfons með átta sigra í átta fyrstu leikjunum í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfons í leik með íslenska U21-árs landsliðinu.
Alfons í leik með íslenska U21-árs landsliðinu. vísir/getty

Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt eru áfram taplausir í norsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið en þeir hafa unnið átta fyrstu leikina.

Alfons spilaði allan leikin er Bodo vann 2-1 sigur á Kristiansund á heimavelli í dag. Bodo lenti undir en náði að snúa leiknum sér í hag en sigurmarkið kom átta mínútum fyrir leikslok.

Axel Óskar Andrésson spilaði allan leikinn er Viking tapaði 5-0 fyrir Molde á útivelli. Staðan var 2-0 í hálfleik en Viking er í 14. sæti með fimm stig eftir átta leiki.

Emil Pálsson var í byrjunarliði Sandefjord sem vann 1-0 sigur á Álasund í Íslendingaslag. Emil var tekinn af velli á 54. mínútu er staðan var 1-0 en Viðar Ari Jónsson var ónotaður varamaður hjá Sandefjord.

Hólmbert Aron Friðjónsson og Davíð Kristján Ólafsson spiluðu allan leikinn fyrir Álasund en Daníel Leó Grétarsson spilaði fyrstu 66 mínúturnar.

Sandefjord er með sjö stig eftir átta leiki en Álasund er á botninum með þrjú stig eftir átta leiki.

Dagur Dan Þórhallsson spilaði síðustu tíu mínúturnar er Mjöndalen tapaði 2-1 fyrir Stromsgödset á útivelli. Ari Leifsson var ónotaður varamaður hjá sigurliðinu. Mjöndalen er í 10. sætinu en Stromsgödset því fimmta.

Mattías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga sem vann 1-0 sigur á Haugesund. Matthías og félagar í 3. sætinu eftir fyrstu átta umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×