Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Íþróttadeild skrifar 16. júlí 2020 12:49 Svo virðist sem Ólafur Kristjánsson sé á förum frá FH. Hann tók við liðinu haustið 2017. vísir/hag Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun? Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun?
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki