Þjálfarinn sem getur ekki hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2020 12:00 Flestir héldu að síðasti dans Loga í þjálfun hefði verið hjá Víkingi. En hann er alltaf klár í einn snúning enn. vísir/bára Enn einn kaflinn í einni ótrúlegustu þjálfarasögu Íslands hófst í gær þegar Logi Ólafsson samdi við FH um að stýra karlaliði félagsins út tímabilið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Þeir taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem er á förum til danska B-deildarliðsins Esbjerg. Logi hefur þjálfað frá miðjum 9. áratug síðustu aldar og líklega hefur enginn íslenskur þjálfari átt fjölbreyttari feril. Hann hefur þjálfað allt frá landsliðunum og til KF Nörd. Logi hefur margoft lýst því yfir að hann sé hættur að þjálfa en alltaf kemur hann aftur. Hann hélt hann væri hættur þegar hann tók við KR 2007 og líka þegar hann var ráðinn þjálfari Víkings 2017. Í samtali við Guðmund Benediktsson skömmu eftir að hann tók við Víkingi sagði hann: Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Logi er að þessu leyti eins og Michael Corleone í þriðju kvikmyndinni um Guðföðurinn. Þegar það rennur upp fyrir Corleone að það verði alltaf litið á hann sem kaldrifjaðan glæpamann segir hann við nærstadda: „Just When I Thought I Was Out, They Pull Me Back In!“ Þrumuveðrið fyrir utan ýtir svo undir þungann í orðum Corleones. watch on YouTube Líklega var senan þegar forráðamenn FH sannfærðu Loga um að snúa aftur ekki jafn dramatísk og eftir því sem næst verður komist endaði hann ekki á sjúkrahúsi eftir sykursýkiskast eins og Corleone. En sumu verður ekki breytt og Logi er enn og aftur mættur í þjálfun, hjá eina félaginu sem gat togað aftur í hann. „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt,“ sagði Logi í samtali við Vísi í gær. Logi hefur sterka tengingu við FH. Hann lék með liðinu á sínum yngri árum og þjálfaði það svo á árunum 2000-01. Þar lagði Logi grunninn að ótrúlegri velgengni FH á 21. öldinni. Undir stjórn Loga vann FH B-deildina 2000 og komst í undanúrslit bikarkeppninnar. Árið eftir endaði liðið svo í 3. sæti efstu deildar sem nýliði. Logi var klókur á leikmannamarkaðnum og fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson, Frey Bjarnason og Atla Viðar Björnsson til FH. Allir áttu þeir risastóran þátt í velgengni liðsins á næstu árum. Fyndinn en fastur fyrir Logi er mikill húmoristi og með skemmtilegri mönnum. En bak við létta lund og kæruleysislegt yfirbragð hestamannsins er fær þjálfari með skýra sýn á fótbolta. „Hann er léttur og skemmtilegur en líka fastur fyrir og fylginn sér,“ sagði Atli Viðar í samtali við Vísi. „Hann lætur menn taka á því og stendur fastur á sínu. Hann er með einfaldar áherslur og uppsetningu. Ég þykist vita að hann muni hækka tempóið í öllu sem þeir gera og flækjustigið verði minna.“ Logi ásamt fríðu föruneyti. Annar frá hægri er Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari FH.vísir/bára Atli Viðar gekk í raðir FH frá Dalvík í upphafi aldarinnar. Hann segir að Logi hafi ráðið mestu þar um. „Hann hefur persónutöfra. Hann heillaði mig þegar ég var að velja mitt næsta skref. Hann seldi mér FH og sjálfan sig í leiðinni. Hann var mikill örlagavaldur á mínum ferli,“ sagði Atli Viðar. Gerir lið tilbúin í að taka næsta skref Logi hefur náð góðum árangri hjá flestum liðum sem hann hefur verið hjá. Og oft hefur hann lagt góðan grunn fyrir þjálfarann sem tekur við af honum. Logi hefur í tvígang stýrt karla- og kvennalandsliði Íslands.getty/Matthew Ashton Sigurganga FH hófst þremur árum eftir að hann yfirgaf félagið, KR vann tvöfalt tímabilið eftir að hann var látinn fara þaðan, Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn tímabilið eftir að Logi hætti þar og Víkingur varð bikarmeistari í fyrra, á fyrsta tímabilinu eftir Loga. „Hann tekur við liðum og býr til sterka liðsheild. Hann kemur liðum í gott líkamlegt form og gerir þau tilbúin til að taka næsta skref, sem er atlaga að titlum. En hann hefur kannski ekki nógu oft verið í titilbaráttu sjálfur. Þetta hefur loðað við hann. Hann styrkir stoðirnar og vinnur grunnvinnu en svo hafa þeir sem koma á eftir fengið að njóta ávaxtanna,“ sagði Atli Viðar. Eiður Smári fær góðan skóla Eins og áður sagði stýrir Logi FH með Eiði Smára sem er að stíga sín fyrstu skref í félagsliðaþjálfun. Atli Viðar segir að Eiður hafi vart getað fengið betri mentor, mann til að læra af. Eiður og Logi í vinnufötunum.mynd/instagram síða fh „Ég hef ekki nokkra trú á öðru. Mér finnst þetta rosalega spennandi blanda. Þetta er fyrsta félagsliðið sem Eiður þjálfar og ég er viss um að hann hefði ekki getað fengið betri mann með sér,“ sagði Atli Viðar. „Logi leyfir líka samstarfsmönnum sínum að njóta sín. Ég held að þetta sé mjög góður skóli fyrir unga þjálfara og þá sem ætla sér að feta þessa braut að fá að vinna með Loga í upphafi ferilsins.“ Logi og Eiður stýra FH í fyrsta sinn þegar liðið sækir Fjölni heim klukkan 17:00 á morgun. FH er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 „Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30 Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 „Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26 Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Enn einn kaflinn í einni ótrúlegustu þjálfarasögu Íslands hófst í gær þegar Logi Ólafsson samdi við FH um að stýra karlaliði félagsins út tímabilið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Þeir taka við FH af Ólafi Kristjánssyni sem er á förum til danska B-deildarliðsins Esbjerg. Logi hefur þjálfað frá miðjum 9. áratug síðustu aldar og líklega hefur enginn íslenskur þjálfari átt fjölbreyttari feril. Hann hefur þjálfað allt frá landsliðunum og til KF Nörd. Logi hefur margoft lýst því yfir að hann sé hættur að þjálfa en alltaf kemur hann aftur. Hann hélt hann væri hættur þegar hann tók við KR 2007 og líka þegar hann var ráðinn þjálfari Víkings 2017. Í samtali við Guðmund Benediktsson skömmu eftir að hann tók við Víkingi sagði hann: Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Logi er að þessu leyti eins og Michael Corleone í þriðju kvikmyndinni um Guðföðurinn. Þegar það rennur upp fyrir Corleone að það verði alltaf litið á hann sem kaldrifjaðan glæpamann segir hann við nærstadda: „Just When I Thought I Was Out, They Pull Me Back In!“ Þrumuveðrið fyrir utan ýtir svo undir þungann í orðum Corleones. watch on YouTube Líklega var senan þegar forráðamenn FH sannfærðu Loga um að snúa aftur ekki jafn dramatísk og eftir því sem næst verður komist endaði hann ekki á sjúkrahúsi eftir sykursýkiskast eins og Corleone. En sumu verður ekki breytt og Logi er enn og aftur mættur í þjálfun, hjá eina félaginu sem gat togað aftur í hann. „Ég verð að viðurkenna á mig glæpinn að ég hef stundum lýst því yfir að ég sé hættur. En ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki. Þetta er mitt félag, þar sem ég á góða sögu, og þetta er mjög ánægjulegt,“ sagði Logi í samtali við Vísi í gær. Logi hefur sterka tengingu við FH. Hann lék með liðinu á sínum yngri árum og þjálfaði það svo á árunum 2000-01. Þar lagði Logi grunninn að ótrúlegri velgengni FH á 21. öldinni. Undir stjórn Loga vann FH B-deildina 2000 og komst í undanúrslit bikarkeppninnar. Árið eftir endaði liðið svo í 3. sæti efstu deildar sem nýliði. Logi var klókur á leikmannamarkaðnum og fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson, Frey Bjarnason og Atla Viðar Björnsson til FH. Allir áttu þeir risastóran þátt í velgengni liðsins á næstu árum. Fyndinn en fastur fyrir Logi er mikill húmoristi og með skemmtilegri mönnum. En bak við létta lund og kæruleysislegt yfirbragð hestamannsins er fær þjálfari með skýra sýn á fótbolta. „Hann er léttur og skemmtilegur en líka fastur fyrir og fylginn sér,“ sagði Atli Viðar í samtali við Vísi. „Hann lætur menn taka á því og stendur fastur á sínu. Hann er með einfaldar áherslur og uppsetningu. Ég þykist vita að hann muni hækka tempóið í öllu sem þeir gera og flækjustigið verði minna.“ Logi ásamt fríðu föruneyti. Annar frá hægri er Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari FH.vísir/bára Atli Viðar gekk í raðir FH frá Dalvík í upphafi aldarinnar. Hann segir að Logi hafi ráðið mestu þar um. „Hann hefur persónutöfra. Hann heillaði mig þegar ég var að velja mitt næsta skref. Hann seldi mér FH og sjálfan sig í leiðinni. Hann var mikill örlagavaldur á mínum ferli,“ sagði Atli Viðar. Gerir lið tilbúin í að taka næsta skref Logi hefur náð góðum árangri hjá flestum liðum sem hann hefur verið hjá. Og oft hefur hann lagt góðan grunn fyrir þjálfarann sem tekur við af honum. Logi hefur í tvígang stýrt karla- og kvennalandsliði Íslands.getty/Matthew Ashton Sigurganga FH hófst þremur árum eftir að hann yfirgaf félagið, KR vann tvöfalt tímabilið eftir að hann var látinn fara þaðan, Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn tímabilið eftir að Logi hætti þar og Víkingur varð bikarmeistari í fyrra, á fyrsta tímabilinu eftir Loga. „Hann tekur við liðum og býr til sterka liðsheild. Hann kemur liðum í gott líkamlegt form og gerir þau tilbúin til að taka næsta skref, sem er atlaga að titlum. En hann hefur kannski ekki nógu oft verið í titilbaráttu sjálfur. Þetta hefur loðað við hann. Hann styrkir stoðirnar og vinnur grunnvinnu en svo hafa þeir sem koma á eftir fengið að njóta ávaxtanna,“ sagði Atli Viðar. Eiður Smári fær góðan skóla Eins og áður sagði stýrir Logi FH með Eiði Smára sem er að stíga sín fyrstu skref í félagsliðaþjálfun. Atli Viðar segir að Eiður hafi vart getað fengið betri mentor, mann til að læra af. Eiður og Logi í vinnufötunum.mynd/instagram síða fh „Ég hef ekki nokkra trú á öðru. Mér finnst þetta rosalega spennandi blanda. Þetta er fyrsta félagsliðið sem Eiður þjálfar og ég er viss um að hann hefði ekki getað fengið betri mann með sér,“ sagði Atli Viðar. „Logi leyfir líka samstarfsmönnum sínum að njóta sín. Ég held að þetta sé mjög góður skóli fyrir unga þjálfara og þá sem ætla sér að feta þessa braut að fá að vinna með Loga í upphafi ferilsins.“ Logi og Eiður stýra FH í fyrsta sinn þegar liðið sækir Fjölni heim klukkan 17:00 á morgun. FH er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki.
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 „Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30 Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 „Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26 Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00 Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00
Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00
„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30
Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00
„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26
Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. 16. júlí 2020 17:00
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01
Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Hver verður næsti þjálfari FH? Vísir henti nokkrum hugmyndum í pottinn. 16. júlí 2020 12:49